fbpx
Mánudagur 23.desember 2024

Lilja afhenti Benný Sif og Þorvaldi Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. maí 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag veitti Miðstöð íslenskra bókmennta tveimur nýjum höfundum, þeim Benný Sif Ísleifsdóttur og Þorvaldi Sigbirni Helgasyni, Nýræktarstyrki til að styðja við útgáfu á verkum þeirra, en hvor styrkur nemur 400.000 kr.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti styrkina við athöfn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins og sagði við það tilefni: „Ég óska höfundunum hjartanlega til hamingju með þessa viðurkenningu og velfarnaðar í sínum störfum. Nýræktarstyrkir eru mikilvæg hvatning og við lesendur sjáum árangur hennar í fjölbreyttari útgáfu íslenskra skáldverka.“

Benný Sif hlaut styrkinn fyrir skáldsögunar Gríma og Þorvaldur Sigurbjörn Helgason fyrir ljóðabókina Gangverk.

Þetta er í ellefta sinn sem Nýræktarstyrkjum er úthlutað, en alls hafa rúmlega fimmtíu höfundar hlotið þessa viðurkenningu frá upphafi. Meðal höfunda sem hlotið hafa Nýræktarstyrki á liðnum árum eru Fríða Ísberg, Arngunnur Árnadóttir, Bergur Ebbi Benediktsson, Bryndís Björgvinsdóttir, Dagur Hjartarson, Halldór Armand Ásgeirsson, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Sigurlín Bjarney Gísladóttir og Sverrir Norland.

Nýræktarstyrkir eru veittir árlega til útgáfu á skáldverkum höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum og hvetja þá með því til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit og fleira.

Í ár bárust 58 umsóknir um Nýræktarstyrki og er það metumsóknarfjöldi á þeim ellefu árum sem styrkirnir hafa verið veittir. Verkin sem sótt var um fyrir eru af ýmsum toga svo sem skáldsögur, leikrit, ljóð, barna- og ungmennabækur, ævisögur, smásögur og glæpasögur og eru höfundarnir á öllum aldri. Eins og fyrr segir hlutu styrkina í ár skáldsaga og ljóðabók. Að vali styrkhafa standa bókmenntaráðgjafar Miðstöðvar íslenskra bókmennta, sem í ár eru Magnús Guðmundsson og Þórdís Edda Jóhannesdóttir.

Benný Sif Ísleifsdóttir (f. 1970) er með MA gráðu í þjóðfræði frá Háskóla Íslands auk diplómanáms í Youth and Community Studies frá Saint Martin´s College og próf í hagnýtri íslensku. Gríma er hennar fyrsta skáldsaga.

 

 

Umsögn bókmenntaráðgjafa um verkið:

Gríma er söguleg skáldsaga sem segir frá örlögum kvenna í íslensku sjávarþorpi um og eftir miðja tuttugustu öld. Sagan er grípandi, persónusköpun sterk og bygging verksins vel úthugsuð. Textinn er lifandi og skemmtilegur en um leið lýsir höfundur harmrænum atburðum af einstakri næmni. Frásagnargleði og væntumþykja fyrir viðfangsefninu einkenna þessa hrífandi skáldsögu.”

Þorvaldur Sigurbjörn Helgason (f. 1991) stundar MA nám í ritlist við Háskóla Íslands og er með BA próf frá Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands. Gangverk er meistaraverkefni hans í ritlistinni, undir leiðsögn Hauks Ingvarssonar, sem byggir á reynslu höfundar á því að lifa með bjargráð eftir að hafa farið í hjartastopp árið 2007.

Umsögn bókmenntaráðgjafa um verkið:

„Gangverk er heillandi ljóðabók eftir ungt skáld með merkilega lífsreynslu að baki. Ljóðin eru ólík að formi og unnin með mismunandi aðferðum en eiga það öll sameiginlegt að vera einlæg og takast á við persónulega reynslu en vísa einnig út í hið almenna. Leiðarstefið er tungumál hjartans, á forsendum bæði læknavísindanna og ástarinnar, með þeim hætti að það veitir einstaka innsýn í líf og líðan ljóðmælanda.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
433
Fyrir 6 klukkutímum

Valdi hóp til æfinga á nýju ári

Valdi hóp til æfinga á nýju ári
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu