Auk þeirra eru fjórir blástursleikarar sem gera Omotrack-soundið enn líflegra. Þeir gáfu út plötuna „Mono & Bright“ árið 2016 en nú er ný plata á leiðinni.
Hippo Trip er fyrsta lagið sem kemur út af væntanlegri plötu, en það fjallar um flóðhestaferð í Eþíópíu. Þeir bræður heimsóttu Eþíópíu fyrir stuttu og einn daginn datt þeim í hug að skella sér í flóðhestaferð sem reyndist hægara sagt en gert. Á fyrsta staðnum þar sem boðið var upp á slíkar ferðir var þeim sagt að hægt væri að fara í ferð daginn eftir. Næsta dag var þeim lofað báti eftir örfáar mínútur. Eftir miklu fleiri en örfáar mínútur komust þeir að því að enginn bátur væri á leiðinni og gáfust þeir því upp á þessum stað. Þriðja daginn var stefnan sett á annan stað og þar var þeim lofað að hægt væri að sjá flóðhesta. Loks kom bátur og ferðin hófst, sól á lofti og allir í góðu skapi. Þriggja daga flóðhestaferðin endaði á því að þeir bræður fengu að sjá nokkur lítil fjólublá flóðhestaeyru syndandi um vatnið. Var ferðin þess virði? Heldur betur, hún skilaði af sér laginu Hippo Trip.
Fleiri upplýsingar um Omotrack má fá á heimasíðu þeirra, Facebooksíðu og Instagram.
Hægt er að hlusta á Hippo Trip, og önnur lög með Omotrack, á Spotify og öllum helstum veitum.