Indriði (Ingólfsson) hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi, hefur meðal annars gert garðinn frægann með hávaðarokksveitinni Muck auk þess sem hann er menntaður myndlistamaður frá LHÍ og hefur tekið þátt í hinum ýmsu gjörningum, til að mynda Feneyjartvíæringnum og í uppsetningu Ragnars Kjartanssonar í Hafnarhúsinu á síðasta ári. figureight gaf út fyrstu sólóplötu Indriða, Makríl, árið 2016 sem meðal annars hlaut lof í miðlum á borð við Clash og The Line Of Best Fit.
Á ding ding kennir ýmissa grasa. Melankólía, hnyttni, íslenskur raunveruleiki og allskyns draumórar ráða ríkjum á plötunni sem tekst á við umræðuefni á borð við ást, fíkni, líf og dauða og allt þar á milli. Platan var tekin upp í Reykjavík og Berlín með Albert Finnbogason á bak við takkana og á henni spilar einvalalið íslenskra tónlistarmanna: Tumi Árnason, Magnús Trygvason Eliassen, Ingibjörg Turchi, Gylfi Sigurðsson og Hekla Magnúsdóttir.
Fyrstu tvö lögin af plötunni, Amma og December hafa gert það gott síðan þau komu út á dögunum, og nú er hægt að hlusta á þriðja lag af plötunni, Tinder.
Hægt er að streyma laginu á helstu veitum og forpanta plötuna ding ding, en þá fylgja lögin þrjú með sem niðurhal. Hér má nálgast plötuna sem niðurhal og kassettu.
Indriði efnir til útgáfutónleika á Húrra þann 6. júní næstkomandi til að fagna plötunni og verða tónleikarinnar nánar auglýstir síðar.
Hér fyrir neðan má sjá myndband við December og flutning Indriða hjá KEXP.
Fylgjast má með Indriða á Facebook og Bandcamp.
Fylgjast má með figureight á heimasíðu þeirra, Facebook, Twitter og Bandcamp.