Bókin á náttborðinu hjá Steineyju Skúladóttur, leikkonu og Reykjavíkurdóttur, er stórvirkið Meistarinn og Margaríta eftir Mikhaíl Búlgakov.
„Ég hef ekki lesið hana áður alla en þegar ég var í menntaskóla settum við sýninguna upp. Ég lék Pontíus Pílatus og var í örvæntingu minni að reyna að tengja við karakter sem ákveður að drepa Jesúm svo ég las kaflana um hann.“ Steiney segir lesturinn ganga hægt. „Ég þarf að komast ein í bústað til þess að geta klárað svona bók.“