fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025

Suberbooth í Berlín: Stærsta tækjahátíð raftónlistarheimsins

Guðni Einarsson
Mánudaginn 14. maí 2018 21:00

Superbooth er stærsta raftónlistarhátíð heims

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrstu helgina í maí var vörusýningin Superbooth haldin í Berlín, í stærstu ungmenna- og fjölskyldumiðstöð í Evrópu, FEZ Berlin. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu þar sem allt það nýjasta í heimi elektrónískra hljóðfæra er sýnt. Yfir tvö hundruð fyrirtæki taka þátt í sýningunni.

Fólk frá öllum heimshornum flykkist til Berlínar ár hvert til að sækja sýninguna heim, en hún hefur skipað háan sess hjá raftónlistarmönnum og áhugafólki um raftónlist úti um allan heim. Þekktir raftónlistarmenn og plötusnúðar innan geirans mæta og prófa það nýjasta sem er í boði. Haldnir voru 30 tónleikar á dag alla daga sýningarinnar ásamt fjölda námskeiða og fyrirlestra. Íslenska raftónlistarsveitin GusGus hélt eina tónleika á sýningunni.


Biggi Veira (GusGus) og Dieter Döpfer, eigandi Doepfer.


Námskeið fyrir börn og unglinga á Superbooth.

Upphafsmaður sýningarinnar er frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Andreas Schneider, en hann rekur eina virtustu hljóðgervlabúð í heiminum í dag, Schneidersladen. Schneider byrjaði fyrst á því að kynna vörur frá litlum hljóðgervlaframleiðendum og með tímanum myndaði hann öflugt net fyrirtækja og smásala. Hann hjálpaði litlum fyrirtækjum að koma sér á framfæri með því að kynna þau fyrir stærri viðskiptavinahópum með því að fara á vörusýningar líkt og NAMM í Kaliforníu. Verslunin sem hann rekur, Schneidersladen, gegnir þessu hlutverki enn í dag. Superbooth er hans eigin vörusýning.


Andreas Schneider – Stofnandi Superbooth og eigandi Schneidersladen.

 

Stemningin á sýningunni var vægast sagt mögnuð þar sem nördismi og tækjafíkn er á háu stigi. Sérstaða Superbooth-sýningarinnar og það sem gerir hana frábrugðna öðrum sambærilegum sýningum er áhersla á svokallaða einingahljóðgervla (e. modular synthesizer).

Við fyrstu sýn lítur einingahljóðgervill út eins og gömul símstöð þar sem símtöl eru tengd saman með snúrum á skiptiborði. Hljóðgervillinn er settur saman úr mörgum mismunandi einingum sem hafa mismunandi tilgang og virkni, tengdar saman með „patch“-snúrum. Með þessu móti getur hver og einn sett saman sinn eigin hljóðgervil, og um leið skapað sinn eigin hljóm. Einingahljóðgervlar hafa verið til í áratugi, en á síðustu árum hafa vinsældir þeirra vaxið gríðarlega innan raftónlistarsenunnar. GusGus er ein fyrsta hljómsveitin hér á landi sem notar einingahljóðgervla í tónlistarsköpun sinni og einkennist hljóðheimur hljómsveitarinnar að hluta til af öflugum hljómi einingahljóðgervlana.


Símstöð.


Modular-hljóðgervill.

Á sýningunni var íslenska frumkvöðlafyrirtækið Genki Instruments. Fyrirtækið varð til þegar stofnendur þess, Ólafur Bjarki Bogason og Daníel Grétarsson, voru í námi. Þeir voru að leita að lokaverkefni í rafmagnsverkfræði og fóru að grufla í vandamálum á skilum tækni og tónlistar. Þeir fóru með hugmyndir sínar í Startup Reykjavík sumarið 2015. Í framhaldinu töluðu þeir við raftónlistarfólk og reyndu að komast að því hvað það væri sem mætti fara betur í lifandi flutningi á tónlist þeirra. Flestir vildu losna við fartölvuna.


Raftónlistarmaðurinn Richard Devine var ánægður með Wave frá Genki Instruments.

Hvað varð til þess að þið ákváðuð að taka þátt í Superbooth?

„Við ákváðum að nýta þann frábæra vettvang sem Superbooth er til þess að kynna nýja vöru sem við höfum verið með í smíðum undanfarið. Varan ber nafnið Wavefront og gerir Wave aðgengilegt fyrir tónlistarmenn sem kjósa að nota modular-hljóðgervla.“

Segið okkur aðeins frá Wave?

„Wave er hringur sem gerir tónlistarfólki kleift að hafa áhrif á tónlistarsköpun og flutning í rauntíma með hreyfingum handarinnar. Wave nemur afstöðu handarinnar, snúning og slátt og gerir þannig tónlistarfólki kleift að stjórna hljóði, effektum eða senda skipanir á náttúrulegan og einfaldan máta. Hringurinn tengist með Bluetooth MIDI og getur þannig tengst við flestar tölvur og snjalltæki sem eru á markaðinum í dag.“

Fenguð þið góðar undirtektir á sýningunni?

„Við fengum alveg ótrúlega góðar undirtektir frá tónlistarfólki, fjölmiðlum og áhrifavöldum innan senunnar, sem margir hverjir höfðu heyrt af okkur áður. Þó nokkrir vildu meira að segja kaupa vöruna á staðnum.“

Hvað fannst ykkur standa upp úr á sýningunni?

„Það var alveg hrikalega skemmtilegt að taka þátt í sýningunni og finna fyrir þeirri jákvæðu athygli og áhuga sem við fengum frá sýningargestum. Persónulega þótti mér líka mjög gaman að hitta japanskt tónlistartæknifyrirtæki sem hefur mikinn áhuga á því að dreifa Wave og Wavefront í Japan. Orðið Genki er einmitt dregið úr japönsku en ég var skiptinemi þar sem unglingur og sú reynsla hafði mikil mótunaráhrif á mig,“ segir Ólafur Bjarki.

Íslensku frumkvöðlarnir hjá Genki Instruments

Nánari upplýsingar um sýninguna má finna á superbooth.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sjáðu vandræðaleg mistök í beinni útsendingu – Hélt því fram að sprelllifandi félagi hans væri látinn

Sjáðu vandræðaleg mistök í beinni útsendingu – Hélt því fram að sprelllifandi félagi hans væri látinn
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Leikmaður Liverpool tjáir sig um stöðuna – „Það er önnur umræða“

Leikmaður Liverpool tjáir sig um stöðuna – „Það er önnur umræða“
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hér felur Pútín sig og baðar sig í dýrablóði

Hér felur Pútín sig og baðar sig í dýrablóði
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Buðu tæpa tíu milljarða í leikmann Villa

Buðu tæpa tíu milljarða í leikmann Villa
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar