Lokkaði hann hana á staðinn með loforði um glimrandi hugmynd, sem kallaði að hans sögn á „dinner“ og vín. „Eiríkur Guðmundsson má koma með, hann er annar hugmyndasmiðurinn, annars er þetta viðkvæmt mál og má alls ekki bæta í selskapinn,“ hefur Guðrún eftir honum á Facebook-síðu sinni.
Guðrún var að eigin sögn spennt, en þegar þau mættu á svæðið kom leynimakkið í ljós. Jón hafði kallað saman alla höfunda Benedikt, nema Friðgeir Einarsson, sem staddur var í Grikklandi. Líklegt er að sjaldan eða aldrei hafi jafn margir öflugir rithöfundar setið að kvöldverði á sama stað.
Adolf Smári, Þórdís Gísladóttir, Auður Ava, Jón Kalman, Sigga Hagalín, Guðrún Vilmundardóttir, Ingunn Snædal, Óskar Árni, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Eiríkur Guðmundsson.