fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024

Fuglar hugans: Útgáfa 75 laga Bjarna Hafþórs orðin að veruleika

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 13. maí 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diskapakkinn Fuglar hugans með lögum Bjarna Hafþórs Helgasonar er kominn út. Á honum er að finna 75 lög í flutningi margra af okkur fremstu söngvurum í nýjum útsetningum Þóris Úlfarssonar.

Í heftinu sem fylgir safninu þakkar Bjarni Hafþór fyrst og fremst Ingunni konu sinni fyrir að útgáfan varð loks að veruleika. Hann segir jafnframt lögin ólík enda frá meira en fjörutíu ára tímabili. „Ég er enn að semja tónlist, þetta hefur aldrei látið mig í friði. Ég er alveg sáttur við það og einnig þessa útgáfu. Það er eiginkonan mín líka, það er henni að þakka þetta varð að veruleika. Þessi útgáfa er tileinkuð henni og öllum þeim sem hafa hvatt mig í gegnum tíðina til að gefa tónlistina mína út,“ segir Bjarni Hafþór.

Lögin eru frá árunum 1974-2016 á fimm diskum og fóru upptökur fram á Íslandi og í Danmörku árið 2017. Á meðal söngvara eru Björgvin Halldórsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Ragnar Bjarnason, Sigríður Beinteinsdóttir og  Stefán Hilmarsson, bara svo fáeinir séu nefndir. Af lögunum 75 voru 61 tekin upp frá grunni og fullunnin í Danmörku og á Íslandi, verkið stóð yfir samfellt í heilt ár. Hvert einasta lag fékk sína nákvæmu umönnun og ekkert var til sparað. Fuglar hugans er plata vikunnar á Rás 2 í vikunni sem er að hefjast.

73 ár milli þess elsta og yngsta

Yngsti söngvarinn er Baldur Björn Arnarsson, sem er tíu ára og syngur hann lagið Skólasöngurinn. Í síðustu viku var hann valinn í 19 manna hóp (8 drengir og 11 stúlkur) sem syngja mun í söngleiknum Matthildi sem sýnt verður í Borgarleikhúsinu næsta vor, en 1300 börn mættu í inntökupróf fyrir hlutverkin.

„Þórir útsetjari sagði við mig að hann hefði aldrei heyrt í efnilegri söngvara á þessum aldri,“ segir Bjarni Hafþór.

Aldursforsetinn er hins vegar Ragnar Bjarnason, sem verður 84 ára í september næstkomandi.

Listamenn í grilli

Um helgina fagnaði Bjarni Hafþór áfanganum með grilli og mættu þar nokkrir af þeim listamönnum sem lögðu vinnu sína í verkefnið.

„Ég fæ aldrei fullþakkað hvernig þessir listamenn lögðu vinnu sína í verkefnið og það eru hrein forréttindi að starfa með þeim. Allir hafa þeir getu til að starfa við tónlist hvar sem í heiminum og með hverjum sem er. Þetta eru afburðamenn á sínu sviði. Auk þeirra komu að þessu söngvarar, strengjaleikarar, blásrarar og fleiri og fleiri í sama gæðaflokki,“ segir Bjarni Hafþór.

Á myndinni eru frá vinstri: Ingunn Wernersdóttir, eiginkona Bjarna Hafþórs, Arnþór Örlygsson Lind (Addi 800) upptökustjóri, Friðrik Sturluson bassaleikari, Þórir Úlfarsson stjórnandi, útsetjari og píanóleikari, Jón Elvar Hafsteinsson gítarleikari, Pétur Valgarð Pétursson gítarleikari, Gulli Briem trommuleikari og Bjarni Hafþór sjálfur með Elvis í fanginu.

„Ég vona svo sannarlega að Fuglar hugans veiti sem flestum ánægju í framtíðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara