fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025

Saara Aalto: Syngur Skrímsli á tungu allra Eurovisionlaganna í ár

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 12. maí 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eurovision keppnin fer fram í kvöld í Lissabon í Portúgal og keppa 26 lög til úrslita.

Ísland keppti á fyrra undanúrslitakvöldinu síðastliðið þriðjudagskvöld og komst ekki áfram. En finnska framlagið var eitt af þeim lögum sem komust áfram þá.

Finnar hafa prófað alla söng-, lag- og fatastíla í gegnum árin til að reyna að vinna í Eurovision, en þeir eru að taka þátt í 52. skipti í ár. Þeir hafa aðeins einu sinni landað sigri, eins og allir tóku eftir árið 2006 þegar skrímslin í Lordi stigu á svið og fluttu lagið Hard Rock Hallelujah.

Finnar reyna aftur við skrímsli í ár, ekki þó í búningum eða útliti, heldur í titli framlags síns. Það er Saara Aalto sem flytur framlag Finna, Monsters, og þó að Finnum sé ekki spáð sigri þá eru þeir í topp 15 samkvæmt veðbönkum.

Aalto syngur á ensku í keppninni, en í myndbandinu hér fyrir neðan gerir hún gott betur og syngur lagið á 34 tungumálum, eða tungu flestra landa sem taka þátt í Eurovision í ár, þar á meðal íslensku. 43 lög tóku þátt í ár, 37 þeirra tóku þáttí undankeppnum 8. og 10. maí og voru 20 lög valin áfram, sem keppa til úrslita í kvöld ásamt stóru þjóðunum fimm sem alltaf eiga öruggt sæti í Eurovision: Bretland, Þýskaland, Spánn, Ítalía og Frakkland, auk Portúgala sem sigruðu í fyrra.

Það eru einhverjir sem myndu halda að þetta sé allt klippt til og Aalto geti alls ekki sungið þetta svona í einni beit. Hún steig hins vegar á svið í Eurovision þorpinu og flutti lagið á 34 tungumálum, jafn auðveldlega og við hin drekkum vatn.

Lestu einnig: Hvaða lag heldur þú að vinni í ár?

Lestu einnig: Kærastan fylgdi Ara til Lissabon

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Gervigreindin um ræður Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteins: Áslaug Arna höfðar til innvígðra – Guðrún höfðar til breiðari hóps kjósenda

Gervigreindin um ræður Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteins: Áslaug Arna höfðar til innvígðra – Guðrún höfðar til breiðari hóps kjósenda
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Salah kveikir í City mönnum fyrir stórleikinn: Segir að Haaland lifi auðveldu lífi – ,,Þægilegt fyrir hann“

Salah kveikir í City mönnum fyrir stórleikinn: Segir að Haaland lifi auðveldu lífi – ,,Þægilegt fyrir hann“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Viðurkennir að allt sé í rugli hjá Manchester United – ,,Staðan er mjög, mjög slæm“

Viðurkennir að allt sé í rugli hjá Manchester United – ,,Staðan er mjög, mjög slæm“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kom mörgum á óvart og ákvað að gerast klámstjarna: Móðir hans var steinhissa – ,,Hún fór að gráta“

Kom mörgum á óvart og ákvað að gerast klámstjarna: Móðir hans var steinhissa – ,,Hún fór að gráta“
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Væb róa í Eurovision eftir glæsilegan sigur í Söngvakeppninni

Væb róa í Eurovision eftir glæsilegan sigur í Söngvakeppninni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Duran missti hausinn og Ronaldo nánast ósýnilegur

Duran missti hausinn og Ronaldo nánast ósýnilegur