Eftir hálfs árs hvíld hefja Rvk Sound aftur mánaðarlegu göngu fastakvöldana á laugardaginn þann 12. maí á efri hæð Paloma með áttugasta kvöldinu.
„Rvk Sound er hópur plötusnúða og tónlistarmanna sem starfa við kynningu reggítónlistar og er markmiðið hans að efla senu þessarar tónlistar sem áður var ekki sinnt sem skildi hér á landi,“ segir Elvar Ingi Helgason.
Sumarið 2010 byrjaði Elvar með mánaðarleg reggíkvöld á kaffihúsinu Hemma & Valda undir formerkjum Rvk Soundsystem. Hálfu ári síðar bættust við í hópinn þeir Gnúsi Yones úr Amabadama, bróðir hans Kalli Youze og DJ Kári. Síðar bættust við þeir Arnljótur og Teitur úr Ojba Rasta og plötusnúðurinn Cyppie. Vinsældir fastakvöldana ukust hratt og við lokun Hemma & Valda fluttu kvöldin yfir á Faktory og svo á Paloma.
Á síðustu átta árum hefur Rvk Sound staðið fyrir 79 mánaðarlegum kvöldum, opnum útitónleikum, vikulegum útvarpsþætti á FM Xtra, spilað á tónlistarhátíðum bæði innanlands og á Spáni, gefið út fjölda mixdiska og tónlist á vínil og unnið að Reggíkvikmyndahátíð í samstarfi við Bíó Paradís.
Á tónleikunum á laugardagskvöld mun Rvk Sound, ásamt góðum gestum, bjóða upp á alla þá litríku flóru sem reggí hefur upp á að bjóða: reggae, roots, dancehall og dub og fleira.
Gestir kvöldsins eru þær Sound Sisters, plötusnúður og söngkona frá Póllandi, söngvarinn og rapparinn Lefty Hooks, slagverksleikarinn Cheick úr reggae sveitinni The Right Thingz og Bangoura Band, raftónlistarmaðurinn Panoramix og Steinunn úr reggísveitinni Amabadama.