Birkir Blær Óðinsson úr Menntaskólanum á Akureyri vann keppnina í ár með laginu I Put a Spell on You. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti honum verðlaunin.
Valdís Valbjörnsdóttir úr Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra var vinsælasti keppandinn samkvæmt símakosningu.
Tuttugu og fjórir skólar víðs vegar af landinu tóku þátt, en keppnin hefur verið haldin á hverju ári frá 1990 og hafa margir af þekktustu söngvurum þjóðarinnar stigið sín fyrstu spor á tónlistarbrautinni í söngvakeppninni. Kynnar keppninnar í ár voru Steiney Skúladóttir og Atli Már Steinarsson.