„Þessa dagana er ég að lesa bókina Erró – Margfalt líf eftir Aðalstein Ingólfsson. Heimsókn á Listasafn Reykjavíkur á dögunum varð til að endurvekja áhuga minn á þessum merka listamanni og bóhem sem fæddist í mínum heimabæ, Ólafsvík. Ég fór með krökkunum mínum á sýninguna og það var alveg magnað að sjá hversu vel æska nútímans tengir vel við og þekkir „referenca“ gamla meistarans. Svo bíður mín á Borgarbókasafninu bókin Fire and fury eftir Michael Wolff en ég var á biðlista eftir henni. Forsetatíð fábjánans Trump er auðvitað eins og tryllt veggmynd eftir Erró.“