fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

GusGus lokar Eistnaflugi í ár

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 27. apríl 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rokkhátíðin Eistnaflug fer fram í fjórtánda sinn í ár, 11.–14. júlí, í Neskaupstað og í dag er tilkynnt hvaða hljómsveit lokar hátíðinni, en venjan er að ekki sé um þungarokkhljómsveit að ræða. Það er GusGus sem mætir í ár og býður upp á tónleika á sinn óviðjafnanlega hátt.

„GusGus er ein stærsta hljómsveit sem verið hefur á Íslandi. Þeir voru eiginlega þeir einu sem komu til greina til að loka hátíðinni,“ segir Birgir Axelsson einn af skipuleggjendum hátíðarinnar.

„Eftir fjóra daga af stanslausu þungarokki er mikilvægt að skipta um gír, Páll Óskar var fyrir tveimur árum og hann grét eftir tónleikana og sagði þá vera rosalegustu tónleika sem hann hefði haldið. Það sýnir að þungarokkarar geta skemmt sér og ekki bara við þungarokk. Fyrir Austfirðinga sem eru ekki þungarokkarar en vilja upplifa hátíðina þá er líka gaman að bjóða upp á fleira. Eistnaflug er stærsti tónlistarviðburður Austurlands og mikilvægt að við stöndum undir því nafni.“

Fjöldi íslenskra og erlendra sveita spilar á Eistnaflugi; Dimma, Sólstafir, Saktmóðigur, Legend, Kontinuum og Kreator, svo aðeins nokkrar séu nefndar.

Fleiri spennandi nýjungar verða kynntar á næstunni, en sala á Eistnaflug er í fullum gangi.

Facebooksíða Eistnaflugs.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2