fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025

Svartfuglinn valinn í fyrsta sinn: Eva Björg og Marrið í stiganum

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svartfuglinn, spennusagnaverðlaun rithöfundanna Ragnars Jónassonar og Yrsu Sigurðardóttur, voru afhent í fyrsta sinn í gær. Eva Björg Ægisdóttir, hlaut verðlaunin fyrir bók sína Marrið í stiganum.

Eliza Reeed afhenti Evu Björg verðlaunin, sem ætluð eru höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér skáldsögu. Yrsa dóttir og Ragnar stofnuðu til verðlaunanna í samvinnu við útgefanda sinn, Veröld. Þau skipuðu einnig dómnefnd ásamt Bjarna Þorsteinssyni, útgáfustjóra Veraldar.

Eva Björg Ægisdóttir er 29 ára, þriggja barna móðir með meistarapróf í hnattvæðingu.

Í áliti dómnefndar um bókina segir meðal annars: „Sagan er grípandi og spennandi samhliða því að veita innsýn í myrkan og sáran veruleika. Fléttan er fagmannlega unnin, söguþráðurinn sterkur og sögulokin koma lesandanum á óvart.“

Verðlaunin nema 500.000 krónum auk hefðbundinna höfundarlauna. Sigurvegaranum býðst einnig samningur við umboðsmanninn David H. Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af 100 áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Markalaust jafntefli niðurstaðan gegn sterku liði Noregs

Markalaust jafntefli niðurstaðan gegn sterku liði Noregs
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Földu dóp í björgunarsveitarhúsi

Földu dóp í björgunarsveitarhúsi
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Hagfræðingur Arion banka: Tollarnir hafa neikvæð áhrif á heimshagkerfið og hækka vöruverð í Bandaríkjunum

Hagfræðingur Arion banka: Tollarnir hafa neikvæð áhrif á heimshagkerfið og hækka vöruverð í Bandaríkjunum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leverkusen ætlar að kaupa markvörð City í sumar

Leverkusen ætlar að kaupa markvörð City í sumar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Russell Brand ákærður fyrir nauðgun

Russell Brand ákærður fyrir nauðgun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Allt í steik hjá De Zerbi í Frakklandi – Leikmenn neituðu að æfa því hann mætti ekki

Allt í steik hjá De Zerbi í Frakklandi – Leikmenn neituðu að æfa því hann mætti ekki