„Draumur minn er að lokast inni á bókasafni og geta dvalið þar í marga daga, ég þarf ekki meira en kaffi, vatn og bækur til að þola þessa paradísarvist. En þar sem lífið er raunverulegt og vakandi þá er staðreyndin sú að bækurnar á mínu náttborði fjalla um síbreytilega mynd ástarinnar og hennar fjölbreyttu form. Ég var svo lánsöm þegar að ég var í París um daginn að komast í bókabúð sem seldi ljóðabók eftir uppáhaldsljóðahöfundinn minn, Pablo Neruda. Núna les ég því „Love Poems“, en margir kannast við ljóð hans sem eru meginstefið í kvikmyndinni „Il Postino“ en sú saga byggir á ævi hans. Ég er alæta á bækur en þessa dagana eiga bækur sem fjalla um ástina hug minn allan,“ segir Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu.