fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025

Elísabet Kristín Jökulsdóttir: Heldur málþing í tilefni stórafmælis

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 20. apríl 2018 18:00

Mynd: Spessi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Elísabet Kristín Jökulsdóttir, sem bauð sig fram til embættis forseta Íslands í fyrra, fagnaði stórafmæli sínu 16. apríl síðastliðinn. Elísabet, sem varð sextug, heldur málþing í tilefni afmælisins og er boðið upp á fjölbreytta dagskrá, sem hæfa ætti öllum.

Málþingið fer fram á sunnudag í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8 og stendur frá kl. 15–17. Soffía Auður Birgisdóttir setur þingið. Elísabet sjálf mun lesa upp ljóð og Borgar Magnason leikur á kontrabassa. Leikhópurinn Ra Ta Tam flytur leikatriði og Hólmfríður M. Bjarnardóttir, Hrund Ólafsdóttir, Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og Guðrún Steinþórsdóttir flytja allar erindi.

Dagskráin er eftirfarandi:

15.00 Soffía Auður Birgisdóttir: Setning málþingsins.
15.05 Leikhópurinn Ra Ta Tam flytur atriði úr leiksýningunni Ahhh – Ástin er að halda jafnvægi. Nei fokk. Ástin er að detta, sem byggt er á textum eftir Elísabetu Jökulsdóttur.
15.15 Hólmfríður M. Bjarnardóttir: Viltu vera kærastinn minn? Um leikritið Ahhh – Ástin er að halda jafnvægi. Nei fokk. Ástin er að detta.
15.30 Ljóðalestur og kontrabassaleikur: Elísabet Jökulsdóttir og Borgar Magnason.
15.50 Kaffihlé.
16.10 Hrund Ólafsdóttir: Ekkert pláss fyrir ást. Um skáldsöguna Laufey.
16.25 Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og Guðrún Steinþórsdóttir: „Alvörukona“ og uppreisnarseggur, verseraður í menningunni. Um Ástin er ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett.
16.40 Soffía Auður Birgisdóttir: Tilfinningar eru eldsneyti fyrir hugmyndir: Um skáldskaparheim Elísabetar Jökulsdóttur.
17.00 Þingslit.

Viðburður á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Wolt í samstarf við Domino´s

Wolt í samstarf við Domino´s
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

17 ára drengur handtekinn vegna ummælanna á netinu

17 ára drengur handtekinn vegna ummælanna á netinu
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

„Furðuleg“ frammistaða Billy Ray Cyrus vekur athygli – „Eins og að horfa á lestarslys“

„Furðuleg“ frammistaða Billy Ray Cyrus vekur athygli – „Eins og að horfa á lestarslys“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Búinn að framlengja og fer ekki annað á árinu

Búinn að framlengja og fer ekki annað á árinu
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“