fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024

Tónlist að heiman: Ákall um frið í Sómalíu

Kristján Guðjónsson
Mánudaginn 2. apríl 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Najmo Fyasko framhaldsskólanemi sem er fædd í Austur-Afríkuríkinu Sómalíu en hefur búið á Íslandi undanfarin fjögur ár. Lagið sem hún mælir með frá upprunalandi sínu nefnist Nabadaa naas la nuugo leh, en textann segir hún vera ákall til þjóðarinnar um frið og fyrirgefningu. Í texta lagsins er lögð áhersla á að ef stríðið haldi áfram muni Sómalar aldrei geta lifað góðu og hamingjusömu lífi – en til þess þurfi þeir líka nýja stjórnarskrá og almennilegt stjórnkerfi.

„Það sem þetta lag segir mér er hversu sárlega þjóð mín þarf á friði að halda, en það gerist ekki á meðan spillt ríkisstjórn er við lýði. Frá því að stríðið hófst í Sómalíu árið 1991 hefur það fyrst og fremst haft áhrif á hina verst settu – á fátæka fólkið, börn og konur – en flestir sómalískir karlmenn þurfa að berjast fyrir ákveðinn ættbálk í stríðinu,“ útskýrir Najmo.

„Flestir sem eru í ríkisstjórninni, þar með taldir forsetinn og forsætisráðherrann, búa svo erlendis í öruggri fjarlægð á meðan landið logar í stríðsátökum. Börn þessara manna búa í Evrópu og Bandaríkjunum, en ef þessi ríki vissu hvað landið hefur þurft að ganga í gegnum myndu þau raunverulega reyna af öllu hjarta að hjálpa Sómalíu. Þá væri ekki þessi spilling og landið gæti komist upp úr hjólförunum og haldið áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ógeðslegt atvik náðist á myndband – Hrækti á dómarann sem tók ekki eftir því en VAR tæknin kom til bjargar

Ógeðslegt atvik náðist á myndband – Hrækti á dómarann sem tók ekki eftir því en VAR tæknin kom til bjargar
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Malbik sem inniheldur lífbindiefni jafngott og venjulegt malbik

Malbik sem inniheldur lífbindiefni jafngott og venjulegt malbik
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Netverjar ekki lengi að finna konuna sem lét þessi ógeðslegu ummæli falla í beinni

Netverjar ekki lengi að finna konuna sem lét þessi ógeðslegu ummæli falla í beinni
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Olivia Rodrigo segir að þetta sé rautt flagg hjá körlum: „Ef þeir segja já, þá deita ég þá ekki“

Olivia Rodrigo segir að þetta sé rautt flagg hjá körlum: „Ef þeir segja já, þá deita ég þá ekki“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Grótta fær tvo efnilega leikmenn frá KR

Grótta fær tvo efnilega leikmenn frá KR
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Skelfileg þróun – Mörg hundruð þúsund Sýrlendinga snúa heim til ógnarstjórnarinnar sem þeir flúðu fyrir mörgum árum

Skelfileg þróun – Mörg hundruð þúsund Sýrlendinga snúa heim til ógnarstjórnarinnar sem þeir flúðu fyrir mörgum árum