fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Óskarsverðlaunin 2018: Hver hreppir styttuna?

Nokkrir álitsgjafar velja sína Óskarsverðlaunahafa

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 4. mars 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunnudaginn 4. mars næstkomandi verður botninn sleginn í kvikmyndaárið 2017 þegar stærsta verðlaunahátíð kvikmyndaiðnaðarins, sjálf Óskarsverðlaunahátíðin fer fram í nítugasta sinn. Hátíðin fer fram í Dolby leikhúsinu í Hollywood og spjallþáttstjórnandinn Jimmy Kimmel er kynnir.

Verðlaun verða veitt í alls 24 flokkum og það er The Shape of Water sem er með flestar tilnefningar, alls 13, næst á eftir kemur Dunkirk með 8 tilnefningar og Three Billboards Outside Ebbing, Missouri með 6 tilnefningar.

DV fékk nokkra álitsgjafa til að velja sigurvegara í sjö flokkum: besta mynd, leikstjórn, handrit, besta leikkona í aðal- og aukahlutverki og besti leikari í aðal- og aukahlutverki. Þessar myndir eru tilnefndar í þessum flokkum:

Besta myndin

Níu myndir eru tilnefndar: Call Me By Your Name, Darkest hour, Dunkirk, Get Out, Lady Bird, Phantom Thread, The Post, The Shape of Water og Three Billboards Outside Ebbing, Missouri.

Leikstjórn

Tilnefnd eru: Christopher Nolan (Dunkirk), Jordan Peele (Get Out), Greta Gerwig (Lady Bird), Paul Thomas Anderson (Phantom Thread) og Guillermo Del Toro (The Shape of Water).

Frumsamið handrit

Tilnefndar eru: The Big Sick, Get Out, Lady Bird, The Shape of Water og Three Billboards Outside Ebbing, Missouri.

Leikkona í aðalhlutverki

Tilnefndar eru: Sally Hawkins (The Shape of Water), Frances McDormand (Three Billboards outside Ebbing, Missouri), Margot Robbie (I,Tonya), Saoirse Ronan (Lady Bird) og Meryl Streep (The Post).

Leikari í aðalhlutverki

Tilnefndir eru: Daniel Day-Lewis (Phantom Thread), Timothée Chalamet (Call Me By Your Name), Daniel Kaluuya (Get Out), Gary Oldman (Darkest Hour) og Denzel Washington (Roman J.Israel).

Leikkona í aukahlutverki:

Tilnefndar eru: Mary J. Blige (Mudbound), Allison Janney (I,Tonya), Lesley Manville (Phantom Thread), Laurie Metcalf (Lady Bird) og Octavia Spencer (The Shape of Water).

Leikari í aukahlutverki:

Tilnefndir eru: Willem Dafoe (The Florida Project), Richard Jenkins (The Shape of Water), Christopher Plummer (All the Money in the World), Woody Harrelson (Three Billboards outside Ebbing, Missouri) og Sam Rockwell (Three Billboards outside Ebbing, Missouri).


Heldur úti síðunni Bíógagnrýni Valdimars á Facebook.
Valdimar Víðisson Heldur úti síðunni Bíógagnrýni Valdimars á Facebook.

Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla í Hafnarfirði, er mikill áhugamaður um kvikmyndir og heldur úti síðunni Bíógagnrýni Valdimars á Facebook.

Besta myndin

Níu myndir eru tilnefndar að þessu sinni. Ég hreinlega skil ekki hvers vegna Akademían tilnefndi ekki Disaster Artist. Að mínu mati ein allra besta mynd síðasta árs. Ég vona að Three Billboards Outside Ebbing Missouri vinni, en The Shape of Water mun veita henni harða samkeppni.

Leikstjórn

Tilnefningar í þessum flokki komu nokkuð á óvart. Til dæmis sátu Steven Spielberg fyrir The Post og Joe Wright fyrir Darkest Hour heima og fengu ekki tilnefningu. Ég held að keppnin verði á milli Christopher Nolan og Guillermo Del Toro og ég spái því að sá síðarnefndi fari heim með styttuna.

Frumsamið handrit

Tel víst að Three Billboards, Outside Ebbing Missouri fái þessi verðlaun. Algjörlega frábærlega skrifuð mynd. Kolsvartur húmor í bland við áþreifanlega dramatík.

Leikkona í aðalhlutverki

Fyrirfram er veðjað á Frances McDormand sem fer algjörlega á kostum í sínu hlutverki, en ég ætla að vona að Margot Robbie fari heim með styttuna.

Leikari í aðalhlutverki

Þetta er sá flokkur sem gæti komið hvað mest á óvart. Fyrirfram reikna margir með að Daniel Day-Lewis fái Óskarinn fyrir Phantom Thread, en þeir Timothée Chalamet fyrir Call Me By Your Name, Daniel Kaluuya fyrir Get Out og Gary Oldman fyrir Darkest Hour eru algjörlega frábærir í sínum hlutverkum. Denzel Washington er einnig tilnefndur fyrir Roman J.Israel. Skil ekki hvers vegna hann var tilnefndur á meðan James Franco fyrir Disaster Artist og Tom Hanks fyrir The Post sátu heima. Ég vona að Gary Oldman fari heim með styttuna, en ég held að Akademían muni heiðra Daniel Day-Lewis þar hann hefur sagt að hann sé hættur að leika.

*Leikkona í aukahlutverki
Þessi flokkur er mun jafnari að mínu mati heldur en aukaleikari karla. Ég vona að Allison Janney fái Óskarinn og ég held að Akademían sé mér sammála. Fer algjörlega á kostum í hlutverki móður Tonya Harding.

*Leikari í aukahlutverki
Ekkert sem kom á óvart í þessum flokki. Ég vona að Woody Harrelson fái styttuna en ég held að Akademían velji Sam Rockwell. Báðir frábærir í myndinni.

Þekkir kvikmyndir vel eftir 20 ár í bransanum.
Guðmundur Breiðfjörð Þekkir kvikmyndir vel eftir 20 ár í bransanum.

Guðmundur Breiðfjörð hætti nú um mánaðamótin sem markaðsstjóri kvikmyndadeildar Senu, hann hefur unnið við kvikmyndir í um 20 ár og þekkir því vel hvaða kvikmyndir falla í kramið og hverjar ekki.

„Nokkuð fyrirsjánlegt í ár að mínu mati í helstu flokkum. Besta myndin verður Three Billboards, besti leikari Gary Oldman í Darkest Hour, besta leikkona Frances McDormand fyrir Three Billboards og svo taka Sam Rockwell og Allison Janney fyrir bestu aukahlutverkin. Óskar fyrir leikstjórn fer til Benicio del Toro fyrir Shape of Water ásamt frumsömdu handriti. Handrit byggt á áður útgefnu efni fer til Call Me By Your Name og svo verður loksins Roger Deakins að vinna fyrir kvikmyndatöku fyrir Blade Runner. Það er alla vega mín ósk. Og að lokum væri gaman að sjá John Williams vinna fyrir tónlist fyrir Star Wars þó að það sé ólíklegt.“

Hefur klippt kvikmyndir í yfir 20 ár.
Elísabet Ronaldsdóttir Hefur klippt kvikmyndir í yfir 20 ár.

Mynd: Elísabet Ronaldsdóttir

Elísabet Ronaldsdóttir hefur starfað í kvikmyndabransanum í yfir 20 ár og meðal annars klippt Deadpool 2, Atomic Blonde og Reykjavík-Rotterdam, sem hún fékk Eddu fyrir árið 2008.

Kvikmynd ársins

Tæknilegar flækjur kosninganna gera þennan flokk erfiðan að spá um. Ég ætla að þrjár myndir bítist um sigurinn; Get Out, The Shape of Water og Three Billboards Outside Ebbing, Missouri, jafnvel þó sú síðasta hafi ekki fengið tilnefningu fyrir besta leikstjórann, það hefur gerst áður að mynd hafi unnið án þess. Ég ætla að veðja að Get Out taki þennan flokk, kvikmyndin hefur haft mikil áhrif á Hollywood sem og samfélagið allt.

Leikstjóri ársins

Það væri gaman að sjá Gretu Gerwig taka styttuna fyrir þroskasögu konu sem snýst alls ekkert um karlmenn og ást. Það er líka miklvægt að auka hlut kvenna í leikstjórastólum og sýnileiki á verðlaunapalli skiptir máli. Tíðarandinn vinnur með henni eins og Jordan Peele sem gæti staðið uppi verðugur sigurvegari. Við eigum efalaust eftir að sjá mikið af þeim í framtíðinni en ég held að tími Gulliermo del Toro sé kominn.

Leikkona í aðalhlutverki

Styttan fer örugglega til Frances McDormand sem á eftirminnilegan leik í langt frá of góðri kvikmynd. Frances er búin að vinna næstum öll verðlaun undir sólinni fyrir magnaða túlkun sína á reiðri, uppfinningasamri móður myrtrar stúlku. Hún sigldi beint inní miðja #MeToo hreyfinguna og endurrómar líka sorg, reiði og aktívisma í kjölfar fjöldamorðanna í Parkland, Florida.

Heimildamynd ársins

Ef það væri eitthvað réttlæti í kvikmyndaheiminum fengi Last Men in Aleppo styttu. En Sýrland er líklegast of langt frá akademíunni. Það er Icarus hinsvegar ekki og ég tel hana sigurstranglega. Akademían er alls ekki ópólitísk en fólk gæti líka verið orðið bugað og þá tekur Faces/Places styttuna. Agnès Varda er dýrkuð og dáð og nú elsti einstaklingur til að hljóta óskartilnefningu og við erum öll tilfinningadýr – hvort sem við erum akademíumeðlimir eða ekki.

Kvikmyndataka ársins

Sögulegur sigur gæti unnist ef Rachel Morrison tæki á móti styttunni, fyrsta konan tilnefnd fyrir kvikmyndatöku. Mikið yrði ég hamingjusöm, en ég held samt að Roger Deakins, sem er tilnefndur í 14. skipti hljóti að taka hana í ár. Ekki af því að Blade Runner 2049 sé hans vinsælasta mynd eða endilega sú besta, en hann er óneitanlega vel að henni kominn og ekki hægt að hafa af honum sigurinn eina ferðina enn.

Klipping ársins

Engin spurning í mínum huga. I, Tonya, allt annað er ekki í lagi. Flottur stöðugur tónn gegnum alla myndina, hárfínt jafnvægi milli kómedíu og drama. Virðing Tatiönu fyrir viðfangsefninu er augljós og natnin aðdáunarverð. Ég krossa putta fyrir Tatiana S. Riegel, hún á þetta svo margfalt skilið.

Búningar ársins

Valdi þennan flokk af því hann er svo auðveldur í ár. Phantom Thread, ég meina myndin er um búninga. Og þó Jacqueline Durran augljóslega eigi þetta ár er ekki auðvelt að fá styttu fyrir tvær tilnefningar. Það er aðeins of hörð samkeppni við sjálfa sig.

Ísland á Óskarnum

Ísland hefur nokkrum sinnum átt fulltrúa á Óskarsverðlaunahátíðinni. Ísland hefur sent inn myndir sem framlag til Óskarsverðlauna sem besta erlenda mynd síðan árið 1981, aðeins ein þeirra, mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Börn náttúrunnar (1991) , hefur verið tilnefnd. Árið 2006 var Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson tilnefnd í flokknum Besta leikna stuttmyndin.Lag Bjarkar, I´ve Seen It All úr Myrkrahöfðingjanum (2001) var tilnefnt sem besta lag, en textinn er eftir Sjon Sigurðsson og Lars von Trier. Lagið fékk ekki styttuna, en Björk vakti gríðarlega athygli á rauða dreglinum í svanakjólnum sem hún klæddist.Jóhann Jóhannsson var tilnefndur fyrir bestu tónlist fyrir The Theory of Everything (2014) og Sicario (2015), hann lést 9. febrúar síðastliðinn.

Börn náttúrunnar fékk tilnefningu sem besta erlenda myndin.
Friðrik Þór Friðriksson Börn náttúrunnar fékk tilnefningu sem besta erlenda myndin.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Tilnefndur til Óskarsverðlauna tvö ár í röð.
Jóhann Jóhannsson Tilnefndur til Óskarsverðlauna tvö ár í röð.

Mynd: Jónatan Grétarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð