fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024

Dagskrá Secret Solstice klár: George Clinton, Gísli Pálmi og Reykjavíkurdætur bætast við

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 27. mars 2018 11:00

Gísli Pálmi Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðja og síðasta tilkynning atriða sem spila á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumar var birt í dag klukkan 11. Alls bætast 39 atriði við og er dagskráin þá klár en þó á eftir að raða þeim niður á daga en hátíðin verður haldin 21. til 24. júní næstkomandi í Laugardalnum að venju.

Fönkgoðsögn á áttræðisaldri

Stærsta atriðið sem bætist við er fönk risinn George Clinton sem kemur hingað með tveimur hljómsveitum sínum, Parliament og Funkadelics. Samanlagt 25 manns. Clinton sem er 76 ára gamall hefur verið virkur í tónlist síðan árið 1955 sem söngvari, lagahöfundur og framleiðandi. Hann hóf ferilinn í hefðbundnu rokki og Motown tónlist en varð síðan vinsæll á áttunda áratugnum þegar fönk bylgjan reið yfir. Síðan þá hefur hann spilað bæði með hljómsveitum sínum og sem sóló listamaður og er þekktur fyrir líflega framkomu, skrautlega búninga og mikinn húmor. Meðal þekktustu laga hans má nefna „Atomic Dog“, „Give Up the Funk“ og „Can You Get to That“. Þá hefur hann unnið með mörgum öðrum listamönnum og helst ber að nefna fönk-rokksveitina Red Hot Chili Peppers.

Hitt erlenda atriðið sem bætist við er þýska dansdúóið Kollektiv Turmstrasse, skipað Christian Hilscher og Nico Plagermann. Hljómsveitin, sem var stofnuð í Hamborg fyrir sléttum 20 árum síðan spilar mínimalískt teknó. Þekktasta lag þeirra er „Sry I´m Late“ frá árinu 2015.

Mun Gísli Pálmi haga sér?

Fjöldinn allur af íslenskum atriðum bætast í flóruna. Ávallt hefur verið nóg úrval af hip-hoppi á Secret Solstice og 2018 verður engin undantekning. Reykjavíkurdætur, Sturla Atlas, Aron Can, Joey Christ og Gísli Pálmi eru meðal þeirra tónlistarmanna sem hafa boðað komu sína nú. Gísli Pálmi og Secret Solstice eiga sér athyglisverða sögu þar sem hann komst í fréttirnar árið 2015 fyrir slagsmál sín við Jackass stjörnuna Bam Margera.

Meðal annarra íslenskra atriða sem bætast við má nefna Stuðmenn, Gus Gus DJ-set, Valdimar og Young Karin. Stærstu nöfnin sem þegar hafa verið tilkynnt eru þungarokksrisarnir Slayer, sem túra í sitt hinsta sinn, poppstjarnan Bonnie Tyler, rapparinn Stormzy og danshljómsveitin Clean Bandit. Það verður því nóg fyrir alla á Secret Solstice í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Pínlegt atvik á fundi Amorim í gær – Fréttamaður frá Englandi mætti og vildi fá þetta í gegn

Pínlegt atvik á fundi Amorim í gær – Fréttamaður frá Englandi mætti og vildi fá þetta í gegn
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Gríðarlegu magni af osti stolið – Óttast að hann endi í Rússlandi eða Miðausturlöndum

Gríðarlegu magni af osti stolið – Óttast að hann endi í Rússlandi eða Miðausturlöndum
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Baldur útskýrir mikið fylgi Trump

Baldur útskýrir mikið fylgi Trump
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Magnús Scheving lýsir skelfilegum aðstæðum í æsku – Þurfti fjögurra ára gamall að grípa inn í – „Hvað get ég núna gert?“

Magnús Scheving lýsir skelfilegum aðstæðum í æsku – Þurfti fjögurra ára gamall að grípa inn í – „Hvað get ég núna gert?“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þráinn fékk þessa mynd og óhugnanlega hótun frá Facebook-vini sínum – „Þurrka út alla fjölskyldu þína“

Þráinn fékk þessa mynd og óhugnanlega hótun frá Facebook-vini sínum – „Þurrka út alla fjölskyldu þína“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Féllst þú fyrir þessari falsfrétt? – Ekki er allt sem sýnist

Féllst þú fyrir þessari falsfrétt? – Ekki er allt sem sýnist