Tónlistarhátíðin Secret solstice verður haldin nú í sumar í fimmta sinn í Laugardalnum 21.-24. júní næstkomandi. Hátíðin er einn stærsti tónlistarviðburður ársins og laðar að fjölda íslenskra sem og erlendra tónlistargesta. Stór nöfn hafa komið fram á fyrri hátíðum og verður árið í ár enginn eftirbátur. Ber þá helst að nefna enska grime og hip hop listamanninn Stormzy, kanadíska rokkdúettinn Death from above, plötusnúðurinn Steve Aoki og stórsöngkonan Bonnie Tyler.
Hátíðin ár verður með sama sniði og fyrr mun stærsta svið landsins verða sett upp á Valbjarnarvelli, þar sem aðalsviðið Valhöll verður staðsett. Tilkynningar um fleiri listamenn er að vænta á næstu vikum.