Skrifa undir samning við AMC sem framleiðir Breaking Bad, Mad Men og The Walking Dead
Velgengni sjónvarpsþáttaraðarinnar Fangar heldur áfram, en nú hafa framleiðendur hennar hafa skrifað undir samning við bandarísku sjónvarpsstöðina AMC um dreifingu þáttanna í hinum enskumælandi heimi, Bretlandi, Nýja Sjálandi, Ástralíu og í Bandaríkjunum.
Þetta kom fram á Facebook-síðu þáttanna í gær. Sjónvarpsstöðin hefur framleitt fjölda verðlaunaþátta á borð við Breaking Bad, Mad Men og The Walking Dead og eru Fangar því komnir í góðan félagsskap.
Þættirnir eru, eins og komið hefur fram, tilnefndir til 14 Edduverðlauna, en verðlaunin verða afhent á Sunnudag.