fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Egill Helgason um Three Bilboards „Hvílík tímasóun. Drasl. Svo illa skrifað að sést í vírana“

Sitt sýnist hverjum um myndina sem líkleg er til að hljóta Óskarinn sem besta mynd

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 22. febrúar 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjörugar umræður spunnust við Facebookfærslu fjölmiðlamannsins Egils Helgasonar um kvikmyndina Three Billboards Outside Ebbing, Missouri. Egill sjálfur telur myndina drasl, en aðrir sem tjá sig ýmist elska hana eða hata líkt og Egill.

„Eins og er búið að láta með þessa mynd,“ segir Egill. „Það er nú ekki eins og maðurinn hafi verið að gera einhver meistaraverk í kvikmyndum,“ segir hann um leikstjóra myndarinnar, Martin McDonagh. „En þetta er afar lélegt ár í bandarískum kvikmyndum.“

Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason er sammála Agli: „Tómleikinn er átakanlegur. Þessi mynd er ekkert nema þessi fína hugmynd með mótmæli á billboards sem nú er notuð víða.“

Egill segir myndina klisjukennda: „Hann er Íri, er að skrifa um bandarískan smábæ. Úr því verða eintómar klisjur, allt fólkið og meira og minna allt sem er sagt eru klisjur, ekkert af þessu byggir á neinni tilfinningu. Bara staðalmyndum sem maður er búinn að sjá milljón sinnum í sjónvarpi og bíó. Svo augljóst að hann þekkir sjálfur ekkert efnið sem hann er að fjalla um. Þannig að þetta verður bara yfirborðslegt og tilgerðarlegt.“

Sumir telja leikstjórann ekki hafa verið ákveðinn hvaða sögu átti að segja og meðan einum finnst það galli, finnst öðrum það kostur.

Heimir Jónasson framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs: „Heyrði einmitt að leikstjórinn gæti ekki ákveðið sig hvaða sögu hann ætlaði að segja og hef því verið tregur að fara á hana.“

Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins telur þetta hinsvegar kost myndarinnar: „Mér fannst það einmitt kostur við myndina Heimir. Hún byrjar sem saga Frances McDormand en endar sem saga Sam Rockwell, þ.e. persónanna sem þessi leika. Annar kostur er að handritið er skrifað af leikskáldi. Persónur eru því ólíkar eftir því við hverja þær eiga í samskiptum og eru því ekki tvívíðar heldur margskonar eins og fólk almennt. Veikleikinn er helst sagan sem persónurnar eru í, hún er eiginlega aukaatriði, atburðarás sem gefur persónum færi á að eiga í samskiptum og breytast. Það er ekki rétt að McDormand sé veik í myndinni, vægi persónu hennar minnkar hins vegar eftir því sem persónu Rockwell er gefið meira rými, meginátökin flytjast til. Þau aka síðan saman inn í sólarlagið. Sæt lítil mynd, þar sem styrkleikinn er persónusköpun í handriti og leik. Eitthvað sem hægt væri að gera á Flateyri.“

Á meðal þeirra sem finnst myndin frábær eru Bubbi, Valgeir Skagfjörð og hjónin Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Stefán Karl Stefánsson.

„Mæli með þessari mynd, virkilega skemmtileg hugmynd, lágstemmd atlaga að mannlegum harmleik sem er ekki umvafin of miklum Hollywood ljóma. Leikurinn almennt mjög gróður, sérstaklega Woody. Ég mæli með þessu og tel tímanum ágætlega varið í þetta miðað við margar myndir sem maður hefur séð undanfarið. Ég er hinsvegar sammála að kvikmyndaárið hefur verið mjög slakt, hið Íslenska líka, hugmyndasnauður sagnabrunnur sem þarf að fylla upp í,“ segir Stefán Karl.

Fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson telur Egill bara hafa verið illa fyrirkallaðan þegar hann sá myndina og segir hana besta bíó sem sést hefur lengi og vísar í eigin umfjöllun um myndina á síðu sinni. Gagnrýnandi DV var sammála Eiríki og gaf myndinni fullt hús.

Athugasemdirnar fengu greinilega nokkra á þá skoðun að drífa sig að sjá myndina. „Ég sé á þessum þræði að þessi mynd er greinilega „must see.“ Get ekki beðið eftir að mynda mér skoðun á henni,“ segir Pálmi Gestsson leikari.

Aðspurður um hvaða mynd Egill mæli með sem hann hefur nýlega séð verður lítið um svör, eða alla vega engin ennþá. Það er hins vegar upplagt að sjá myndina áður en Óskarinn fer fram sunnudaginn 4. mars næstkomandi og mynda sér skoðun um hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð