Aðdáendur Christopher Nolan og James Bond fagna ekki nýjustu fréttum, en leikstjórinn góðkunni gefur ekki kost á sér fyrir 25 myndina um leyniþjónustumanninn vinsæla.
Nolan sem á að baki myndir eins og Dunkirk og Dark Knight trílógíuna um Batman, hefur aldrei farið leynt með ást sína á spæjaranum Bond, en sagði í viðtali á BBC Radio 4 að hann teldi myndaseríuna í góðum höndum framleiðendanna Barbara Broccoli og Michael Wilson og leikstjórans Sam Mendes.
Þeir tryggðu að Daniel Craig tæki að sér hlutverk Bond í fimmta sinn og er það talið eiga sinn þátt í ákvörðun Nolan að svo stöddu og að hann vilji frekar koma inn sem leikstjóri með nýjan mann í aðalhlutverkinu og ferska sýn inn í James Bond kvikmyndaseríuna.
„Myndirnar hafa alltaf veitt mér innblástur og ég myndi elska að gera eina Bond mynd einhvern tíma.“
Bond 25 er áætluð 8. nóvember 2019, svo lengi sem arftaki Sam Mendes finnst fyrir árslok.
Stikla fyrir síðustu Bond mynd, þá 24 í seríunni, Spectre