fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Jón Gnarr – „Er hægt að vera á ömurlegri stað í lífinu“

Fókus
Miðvikudaginn 3. október 2018 12:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er nú með þetta eins og flest annað í mínu lífi að þetta er yfirleitt eitthvað sem ég ætlaði mér ekkert að gera. Þegar ég gef út ævisöguna mína þá á hún að heita „Ég ætlaði alls ekki að gera þetta.“

Þetta segir Jón Gnarr í ítarlegu viðtali við Guðrúnu Sóley á RÚV í tilefni þess að hann fagnar 20 ára afmæli uppistandsins Ég var einu sinni nörd með því að setja sýninguna aftur upp en nú nokkuð breytta, að þessu sinni í Hörpu en fyrir 20 árum var sýningin í Loftkastalanum. Jón segir að hann hafi aldrei ætlað að vera grínisti heldur bílstjóri. Hann er með meirapróf og vinnuvélaréttindi.

Hann segir að undirbúningur hafi gengið vel en skiptist á að vera ofsaglaður og spenntur yfir í hræðslu um að hann verða sér til skammar og enginn skelli upp úr.

„Síðan hugsa ég: þú átt eftir að vera uppi á sviði og þú átt eftir að gleyma þessu öllu saman, átt ekkert eftir að muna hvað þú ætlaðir að segja, verður þér til skammar og fólk á bara eftir að hlæja að þér.“

Þá rifjar Jón upp gömlu sýninguna og leggur áherslu á að efnistökin í uppistandinu í Hörpu verði svipuð og í upprunalegu sýningunni.

„Í gömlu sýningunni minni byrja ég á að lýsa því yfir að ég hafi átt ömurlegt líf. Ókei, nú er ég 20 árum seinna – hvað er ég núna? Jú, ég er munaðarlaus. Er hægt að vera á ömurlegri stað í lífinu en vera munaðarlaus?“ spyr Jón en skellur svo upp úr. Hér má horfa á viðtalið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“