Strokkvartettinn Siggi heldur tónleika í Norðurljósasal Hörpu í dag kl. 16. Yfirskrift þeirra er ÓMSTRÍÐ, en um er að ræða fyrstu tónleika hans á starfsárinu.
Strokkvartettinn Siggi hefur lagt áherslu að spila nýja tónlist á tónleikum sínum og frumflytur hér nýjan strengjakvartett Guðmundar Steins Gunnarssonar.
Einnig er á efnisskránni kvartett eftir Valgeir Sigurðsson, Nebraska, sem saminn var 2011 og frumfluttur í New York.
Siggi spilar auk þess á tónleikunum hinn fræga Dissonance strengjakvartett Wolfgang Amadeusar
Mozart í fyrsta skipti, auk Kvartettkafla í c moll eftir Franz Schubert.
Una Sveinbjarnardóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðlur
Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla
Sigurður Bjarki Gunnarsson selló