fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025

Einn virtasti furðusagnahöfundur heims látinn

Ursula K Le Guin er látin 88 ára að aldri

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 24. janúar 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski vísindaskáldsagna- og fantasíuhöfundurinn Ursula K. Le Guin er látin, 88 ára að aldri. Hún lést á heimili sínu í Portland á mánudag.

Le Guin var einn þekktasti fantasíuhöfundur heims og gríðarlega virt meðal bókmenntafólks og náðu vinsældir hennar langt út fyrir raðir hefðbundinna aðdáenda vísindaskáldsagna.

Le Guin sendi frá sér ljóð, ritgerðir og meira en 20 skáldsögur, en er hvað þekktust fyrir Earthsea-þríleikinn og vísindaskáldsögurnar The Left hand of darkness og The Disposessed. Aðeins ein bók eftir Le Guin hefur verið íslenskuð en það er fyrsti hluti Earthsea-seríunnar, The Wizard of Earthsea. Bókin nefnist Galdramaðurinn í þýðingu Guðrúnar Bachmann og Peter Cahill, en bókin kom út hjá Iðunni árið 1977.

Le Guin var hápólitískur höfundur sem notaði fantasíuformið meðal annars til að velta fyrir sér skipulagi heimsins og möguleikum á annars konar samfélagi. Þegar hún hlaut heiðursviðurkenningu Bandarísku bókmenntaverðlaunanna árið 2014 lagði hún áherslu á mikilvægi vísindaskáldskapar og furðusagna, sem hún sagði allt of lengi hafa verið álitnar barnabókmenntir.

„Mér sýnist við stefna inn í erfiða tíma þar sem við munum kalla eftir röddum rithöfunda sem geta eygt aðra valmöguleika við það hvernig við lifum núna og geta séð í gegnum okkar óttablandna samfélag,“ sagði hún meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Dómur fallinn yfir konunni sem frelsissvipti og misþymdi Tinnu Guðrúnu Barkardóttur í Vinakoti

Dómur fallinn yfir konunni sem frelsissvipti og misþymdi Tinnu Guðrúnu Barkardóttur í Vinakoti
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ríkharð reiður eftir laugardagskvöldið og gefst upp – „Ég hata þetta lið, þetta er ótrúlegt“

Ríkharð reiður eftir laugardagskvöldið og gefst upp – „Ég hata þetta lið, þetta er ótrúlegt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Staðfest fall nýliðanna hratt af stað keðjuverkun – Börsungar fá rúman milljarð

Staðfest fall nýliðanna hratt af stað keðjuverkun – Börsungar fá rúman milljarð
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ferðamanni brugðið eftir að olíu var hellt yfir bílinn hans – „Bjóst ekki við að lenda í þessu á Íslandi“

Ferðamanni brugðið eftir að olíu var hellt yfir bílinn hans – „Bjóst ekki við að lenda í þessu á Íslandi“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Arnar fer yfir spamfærsluna sem fjölmargir eru að deila á Facebook – „Þið skiljið þennan texta ekki einu sinni sjálf“

Arnar fer yfir spamfærsluna sem fjölmargir eru að deila á Facebook – „Þið skiljið þennan texta ekki einu sinni sjálf“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KR spilar áfram í Laugardalnum

KR spilar áfram í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mætti ekki í viðtöl en rauf þögnina á samfélagsmiðlum

Mætti ekki í viðtöl en rauf þögnina á samfélagsmiðlum