fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025

„Í þessu landi situr rúta föst á jökli“ – Verðlaunaljóð Sindra

Sindri Freysson hlýtur Ljóðstaf Jóns úr Vör

Kristján Guðjónsson
Mánudaginn 22. janúar 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Freysson fékk í gær, sunndaginn 21. janúar, afhentan Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið „Kínversk stúlka les uppi á jökli“. Annað sæti í ljóðasamkeppninni hlaut Hrafnhildur Þórhallsdóttir fyrir ljóð sitt „Elegía“ og Valgerður Benediktsdóttir lenti í þriðja sætið með ljóðið „Íshvarf“.

Þetta er í sautjánda sinn sem Ljóðstafur Jóns úr Vör er afhentur á fæðingadegi skáldsins, en það er Lista- og menningarráð Kópavogs sem stendur fyrir ljóðasamkeppninni og er hún hluti af Ljóðahátíð í Kópavogsbæ. Handhafi Ljóðstafsins fær farandgrip – forláta göngustaf – til varðveislu í eitt ár, verðlaunagrip til eignar og 300.000 króna peningaverðlaun. 200.000 krónur eru í verðlaun fyrir annað sætið og 100.000 fyrir það þriðja.

Í umsögn dómnefndarinnar um ljóð Sindra segir meðal ananrs: „Í ljóðinu birtast skýrar myndir af óvenjulegum aðstæðum sem vöktu strax athygli dómnefndarfólks. Ljóðið kallar fram myndir af ólíkum heimum, andstæðum; borgarumhverfi, brautarpöllum og hraða er telft á móti kyrrstöðu sem ríkir á óskilgreindum jökli þar sem rúta situr föst.“

Fyrir utan verðlaunaljóðin þrjú hlutu átta ljóð sérstakar viðurkenningar dómnefndar. Þær hlutu Halla Oddný Magnúsdóttir fyrir „Ástaljóð frá Alexandríu,“ Sindri Freysson fyrir ljóðin „Ekkert að óttast“ og „Vikumenn“, Hallgrímur Helgason fyrir ljóðin „Ég og hún“ og „Portúgölsk pera“, Eyþór Gylfason fyrir ljóðið „Hvítt suð“, Pedro Gunnlaugur Garcia fyrir ljóðið „Leikbrúður“, Margrét Hlín Sveinsdóttir fyrir ljóðið „Postulínshundurinn“, Steinunn Lilja Emilsdóttir fyrir ljóðið „Vitleysa“ og Ásgeir H. Ingólfsson fyrir ljóðið „Þeir skjóta þig alltaf í bakið.“

Á sama tíma var tilkynnt um úrslit í ljóðasamkeppni grunnskólanna í Kópavogi. Þar var það Henrik Hermannsson, nemandi í 7. bekk í Hörðuvallaskóla, sem hlaut fyrstu verðlaun fyrir ljóðið „Myrkrið“. Í öðru sæti var ljóðið „Frelsi“ eftir Eyrúnu Flosadóttur, nemanda í 9. MSJ í Kársnesskóla. Ljóðið „Allt eða ekkert“ eftir Söndru Diljá Kristinsdóttur var í þriðja sæti en Sandra er í 8. bekk Salaskóla.

Í dómnefndinni sátu skáldin Anton Helgi Jónsson, Ásdís Óladóttir og Bjarni Bjarnason.


Kínversk stúlka les uppi á jökli

eftir Sindra Freysson

Í þessu landi
leynast engir brautarpallar
með þokuskuggum að bíða tvífara sinna
Engar mystískar næturlestir
sniglast gegnum myrkrið á hraða draumsins
Engir stálteinar syngja
fjarskanum saknaðaróð

Í þessu landi
situr rúta föst á jökli
Hrímgaðar rúður
Framljósaskíma að slokkna
Frosin hjól að sökkva
Andgufa sofandi farþega
setur upp draugaleikrit

Og á aftasta bekk
les kínversk stúlka
um lestargöng sem opnast og lokast
einsog svart blóm

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Dómur fallinn yfir konunni sem frelsissvipti og misþymdi Tinnu Guðrúnu Barkardóttur í Vinakoti

Dómur fallinn yfir konunni sem frelsissvipti og misþymdi Tinnu Guðrúnu Barkardóttur í Vinakoti
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ríkharð reiður eftir laugardagskvöldið og gefst upp – „Ég hata þetta lið, þetta er ótrúlegt“

Ríkharð reiður eftir laugardagskvöldið og gefst upp – „Ég hata þetta lið, þetta er ótrúlegt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfest fall nýliðanna hratt af stað keðjuverkun – Börsungar fá rúman milljarð

Staðfest fall nýliðanna hratt af stað keðjuverkun – Börsungar fá rúman milljarð
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ferðamanni brugðið eftir að olíu var hellt yfir bílinn hans – „Bjóst ekki við að lenda í þessu á Íslandi“

Ferðamanni brugðið eftir að olíu var hellt yfir bílinn hans – „Bjóst ekki við að lenda í þessu á Íslandi“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Arnar fer yfir spamfærsluna sem fjölmargir eru að deila á Facebook – „Þið skiljið þennan texta ekki einu sinni sjálf“

Arnar fer yfir spamfærsluna sem fjölmargir eru að deila á Facebook – „Þið skiljið þennan texta ekki einu sinni sjálf“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

KR spilar áfram í Laugardalnum

KR spilar áfram í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mætti ekki í viðtöl en rauf þögnina á samfélagsmiðlum

Mætti ekki í viðtöl en rauf þögnina á samfélagsmiðlum