Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur segir frá rannsóknum sínum á mannáti í íslenskum þjóðsögum, í tengslum við veggspjaldasýninguna Skessur sem éta karla, sem stendur nú yfir á Borgarbókasafninu í Spönginni. Sýninguna vann Dagrún í samstarfi við Sunnevu Guðrúnu Jónsdóttur teiknara.
Fyrirlesturinn fer fram í dag kl. 17.15.
Í íslenskum þjóðsögum er mannát algengast í tröllasögunum og þar spila átök kynjanna stórt hlutverk, því yfirleitt eru það tröllskessur sem leggja sér mennska karlmenn til munns. Hvað geta þessar sögur sagt okkur um samfélagið sem þær eru sprottnar úr? Dagný veltir því fyrir sér, útfrá nýrri hugmyndum um femínisma.
Af hverju éta skessur menn og hvernig getur maður sloppið frá mannætunum? Allir velkomnir sem þora!