fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Sænsk gúmmístígvél er síðasta meistarastykki Mankells

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 21. september 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haustnótt eina vaknar Fredrik Welin upp við að húsið hans stendur í ljósum logum. Hann kemst undan við illan leik en allt er brunnið, horfið: bernskuheimilið, minningarnar og ítölsku skórnir hans. Hann stendur við rústirnar í tveimur vinstrifótarstígvélum og veltir fyrir sér hvort hann eigi nokkuð að ráðast í endurbyggingu, sjötugur einbúi. Fyrir hvern? Fyrir dótturina dularfullu, sem hann vissi fyrst af þegar hún var orðin rígfullorðin? Í ljós kemur að brennuvargur hefur verið að verki og Fredrik liggur sjálfur undir grun. Hann heillast af blaðakonu sem hefur áhuga á málinu – en kannski ekki á honum sjálfum. Dóttirin lendir í vanda og kallar á hjálp. Og biðin eftir nýjum gúmmístígvélum verður löng og erfið.

Afburðagóð og grípandi saga segir Verdens gang

Henning Mankell (1948-2015) var einn helsti glæpasagnahöfundur Norðurlanda, þekktastur fyrir bókaflokk sinn um Kurt Wallander, en hann skrifaði einnig fjölda annarra bóka. Sænsk gúmmístígvél, síðasta bók Mankells, er sjálfstætt framhald bókarinnar Ítalskir skór og gerist átta árum seinna; saga um ást og samskipti, elli og eftirsjá, lífið og dauðann í sínum margbreytilegum myndum.

Mál og menning gefur út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram