Nýlega tók söngvarinn Arnar Dór ábreiðu af lagi Simon & Garfunkel, Bridge Over Troubled Water.
Margir ættu að kannast við Arnar Dór en hann lenti í 2. sæti í VOICE Ísland í fyrra og í vor stóð hann fyrir Michael Bublé tónleikum fyrir fullu húsi í Salnum, Kópavogi.
Lagið kom út 1970 á samnefndri plötu félaganna Paul Simon og Art Garfunkel, en platan var fimmta stúdíóplata þeirra.
Lag og texti er eftir Paul Simon.
Lagið er vinsælasta lag þeirra og oft nefnt sem einkennislag þeirra. Lagið fór á top vinsældalista í fjölmörgum löndum, eitt mest selda lag allra tíma og fjölmargir listamenn hafa flutt það, þar á meðal Elvis Presley og Aretha Franklin.