Menningarfélag Akureyrar leitar nú að hæfileikaríkum krökkum á aldrinum 9-14 ára til að taka þátt í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Gallsteinum afa Gissa. Opnar prufur verða haldnar í Hofi 20. – 23. september næstkomandi og skráning í prufurnar fer fram á mak.is.
Gallsteinar afa Gissa er fjölskyldusöngleikur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur sem verður frumsýndur 23. febrúar 2019. Söngleikurinn segir af Torfa og Grímu sem búa við fyrstu sýn á ósköp venjulegu heimili, en ekki er allt sem sýnist. Mamma þeirra er stjórnsamur skipanaforingi. Pabbinn er viðutan vinnusjúklingur og bróðirinn er ótemjandi unglingaskrímsli.
Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér.