Eyþór Ingi Gunnlaugsson heldur jólatónleika í ár, líkt og fyrri ár, en hann er án efa einn af okkar fremstu söngvurum í dag.
Hann hefur einnig getið sér gott orð fyrir að vera mögnuð eftirherma.
Hér er á ferðinni létt, hugljúf og jólaleg kvöldstund þar sem Eyþór kemur fram einn síns liðs, með píanóið, gítarinn og röddina að vopni. Sérstakir gestir eru Kórar úr heimabyggð á hverjum stað fyrir sig.
„Jólaferðalag mitt um landið 2018 lítur svona út. Í fyrra varð uppselt á 19 tónleika hringinn í kring um landið sem var eitt af því klikkaðasta, en um leið skemtilegasta, sem ég hef gert. Hitta fyrir allann þennan fjölda af frábærum kórum um allt land, segja sögurnar, syngja lögin og hlæja kannski pínulitið. Okkur Benna hljóð er farið að hlakka mikið til,“ segir Eyþór Ingi.
Hafnarfjörður – 15. desember
Reykjanesbær – 18. desember
Miðasala hefst 1. október og gætu enn bæst við viðkomustaðir.