fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fókus

Véronique Gens syngur Sumarnætur Berlioz

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. september 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld flytur Véronique Gens ljóðaflokkinn Sumarnætur eftir Berlioz á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í Eldborgarsal Hörpu.
 
Gens er ein fremsta sópransöngkona Frakklands um þessar mundir og er fastagestur við óperuhús á borð við Covent Garden, Glyndebourne og Parísaróperuna, og söng fyrr á þessu ári með Berlínarfílharmóníunni við frábærar undirtektir. Nýjasti geisladiskur hennar var valinn einn af diskum mánaðarins hjá hinu virta tímariti Gramophone. Hljómsveitarstjóri er Yan Pascal Tortelier, aðalstjórnandi hljómsveitarinnar.
Sumarstemning ríkir á þessum tónleikum þótt farið sé að hausta. Hér hljómar hinn ljóðræni lagaflokkur Sumarnætur eftir Berlioz, sem margir telja eitt hans besta verk, ásamt fjörmiklum forleik Mendelssohns að Jónsmessunæturdraumi Shakespeares, sem tónskáldið samdi aðeins 17 ára gamall. Véronique Gens er fremsta sópransöngkona Frakklands um þessar mundir. Hún er fastagestur við óperuhús á borð við Covent Garden, Glyndebourne og Parísaróperuna, og söng fyrr á þessu ári með Berlínarfílharmóníunni við frábærar undirtektir. Nýjasti geisladiskur hennar var valinn einn af diskum mánaðarins hjá hinu virta tímariti Gramophone og tónlistarrýnir Guardian var sömuleiðis yfir sig hrifinn, sagði að söngur hennar væri „töfrandi“.
Seinni hluti tónleikanna er helgaður litríkri tónlist Richards Strauss. Á eftir serenöðu hans fyrir blásara hljómar hið mikilfenglega tónaljóð Tod und Verklärung (Dauði og uppljómun), þar sem lýst er þönkum listamanns á dauðastundu. Hér fær litríkur tónavefur Strauss að njóta sín bæði í tignarlegum hápunktum sem og í fíngerðustu stemningum hljómsveitarinnar. Hljómsveitarstjóri er Yan Pascal Tortelier, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“