fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Ronja ræningjadóttir – Fyrsta lagið komið út og myndir af æfingu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. september 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngleikurinn Ronja Ræningjadóttir eftir sögu Astrid Lindgren er einstök saga um óvenjulega vináttu, heitar tilfinningar, hættuleg ævintýri, sorg og gleði. Frumsýning er þann 15. september næstkomandi í Þjóðleikhúsinu.
Söngkonan Salka Sól Eyfeld leikur titilhlutverkið og Sigurður Þór Óskarsson leikur vin hennar, Birki. Meðal annarra leikara eru Örn Árnason, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Edda Björgvinsdóttir, en stór hópur leikara, dansara, barna og tónlistarfólks tekur þátt í þessari fjörugu og fallegu sýningu. Leikstjóri er Selma Björnsdóttir.
Salka Sól segir á Facebook-síðu sinni að hún sé orðin spennt:
„Nú er vika í frumsýningu á Ronju og ég get varla komið því í orð hvað ég er spennt! Þetta er búið að vera svo ótrúlega skemmtilegt ferli og ég er endalaust þakklát fyrir að vera treyst fyrir þessu drauma hlutverki. Takk samstarfs fólk og takk Selma Björns. Sjáumst í Þjóðleikhúsinu í haust.“
Hér má sjá nokkrar myndir af æfingu sem Olga Helgadóttir tók.
 
Og hér er fyrsta lagið, sjálfur Anímónusöngurinn. Lag: Sebastian og útsetning: Hjörtur Ingi Jóhannsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ronan Keating brjálaður: „Þú mátt drepa mann og ganga frjáls“

Ronan Keating brjálaður: „Þú mátt drepa mann og ganga frjáls“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“