Ragnheiður Gröndal flytur diskinn Vetrarljóð ásamt fleiru efni sem tengist vetrinum í Bæjarbíói, ásamt hljómsveit þann 23. nóvember næstkomandi.
https://www.youtube.com/watch?v=rCqDl0hrsLM
Vetrarljóð kom út árið 2004 og seldist í tæpum 15 þúsund eintökum. Hún hlaut einnig Íslensku tónlistarverðlaunin sem plata ársins það ár. Fyrir marga er þessi plata ómissandi þáttur í að njóta skammdegisins og nú gefst einstakt tækifæri til að sjá hana lifna við í skapandi og ævintýralegum flutningi Ragnheiðar og félaga.
Boðið verður upp á hrátt kakó frá Guatemala í drykkjarformi fyrir tónleikana fyrir þá sem vilja dýpka tónaferðalagið enn frekar.