Nýlega tók söngvarinn Arnar Dór ábreiðu af þekktasta lagi John Legend, All of Me.
Margir ættu að kannast við Arnar Dór en hann lenti í 2. sæti í VOICE Ísland í fyrra og í vor stóð hann fyrir Michael Bublé tónleikum fyrir fullu húsi í Salnum, Kópavogi.
„Mig langaði bara að flytja þetta fallega lag,“ segir Arnar Dór, „John Legend er einn af mínum uppáhalds.“
Arnari Dór til halds og trausts eru Helgi Hannesson á píanó og Páll Elfar Pálsson á bassa.
Lagið kom út árið 2013 á fjórðu plötu Legend, Love in the Future og er það tileinkað eiginkonu hans, Chrissy Teigen.
Hér er síðan upphafleg útgáfa John Legend.