fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Danskur rithöfundur og stjórnmálamaður hélt útgáfuhóf í Reykjavík: Lítið peð í alþjóðlegu samsæri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 3. september 2018 13:49

Frá vinstri: Höfundurinn, Vigdís og þýðandi bókarinnar, Eiríkur Brynjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spennusagan Fjörður hinna dauðu er nýkomin út í íslenskri þýðingu en höfundurinn er danski stjórnmálamaðurinn Hans Jakob Helms. Hann starfar í dag sem diplómat en er fyrrverandi þingmaður Grænlendinga á danska þjóðþinginu og fyrrverandi ráðherra í grænlensku heimastjórninni. Hans Jakob fagnaði íslenskri útgáfu bókarinnar í verslun Pennans Eymundsson í Kringlunni um liðna helgi.

Það er Draumsýn sem gefur bókina út á Íslandi og um efni hennar segir í tilkynningu frá útgefanda:

„Langt er um liðið frá því að upplýst var að Bandaríkjaher flaug flugvélum hlöðnum kjarnorkusprengjum til herstöðvarinnar í Thule. En getum við verið viss um að málinu hafi lokið þar með?

Þegar ungur grænlenskur maður finnst látinn, hafði verið stunginn til bana í almenningsgarði í miðri Næróbí, virðist það vera tilviljun. Í upphafi virðist þetta vera enn eitt ránið í hættulegustu borg heims. En þegar nýráðinn fulltrúi í danska utanríkisráðuneytinu, Óskar Sonne, er sendur til Afríku til að tryggja öruggan flutning á líki hins myrta heim til fjölskyldunnar á Grænlandi kemur skyndilega í ljós að málið er ekki svo einfalt.

Dularfullir atburðir eiga rætur að rekja til MI5 á Englandi, CIA í Bandaríkjunum og til Thule fyrir norðan heimskautsbaug, en faðir hins látna er bæjarstjóri þar. Kannski er hin gamla frásögn um kjarnorkuvopnin aðeins toppurinn á ísjakanum?

Fljótt finnur Óskar að hann er aðeins lítið peð í stóru alþjóðlegu samsæri, sem ógnar bæði lífi hans og hans nánustu.“

Þýðandi verksins er Eiríkur Brynjólfsson. Þess má geta að Hans Jakob Helms er góður vinur Vigdísar Finnbogadóttur forseta og fór vel á með þeim í útgáfuhófinu. Nánar um bókina á vef Draumsýnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð
Fókus
Fyrir 3 dögum

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar