Norræni sviðslistahópurinn Mellanmjölk Productions sýnir verkið White Beauty í kvöld kl. 20 í Tjarnarbíó. Verkið fjallar um mál sem er mikið í deiglunni: Uppsveiflu öfgastefna á Norðurlöndunum. White Beauty hefur verið sett upp víðs vegar á Norðurlöndunum og kallað fram sterk viðbrögð, bæði frá áhorfendum og fjölmiðlum.
Velkomin til Skandinavíu í blautri fortíðarþrá! Velkomin í veisluna okkar! Skálum fyrir Skandinavíu!
White Beauty kastar fram og kolfellir svipmyndir og náttúru sem einkenna Skandinavíu, enda er verkið bókstaflega flutt ofan á sviðstúlkun af hinum gróskumikla Skandínavíuskaga. Verkið er samstarfsverkefni finnskra, sænskra og norskra listamanna sem saman mynda sviðslistahópinn Mellanmjölk productions, segir í tilkynningu um verkið.
Í verkinu sökkva flytjendurnir sér í norrænar hefðir, tilfinningaþrungna orðræðu og þá fagurfræði sem stuðningsmenn öfgakenndra afla á Norðurlöndunum þrífast á. Flytjendur standa fyrir veislu þar sem allir eru velkomnir. Með yljandi heillaboðum um samstöðu tæla þau áhorfendur, og sjálfa sig í leiðinni. Skemmtanakennt andrúmsloft veislunnar mengast af vandræðaleika í bland við fáránlegar og óþægilegar aðstæður. Fortíðarþráin endurtekur sig í sífellu og yfirbugar okkur öll að lokum.
White Beauty er fyrsta verkið sem sviðslistahópurinn Mellanmjölk productions setur upp en hópurinn samanstendur af finnskum, norskum og sænskum gjörninga-, sirkus-, dans- og sjónlistamönnum. Saman vinna þau að því að ögra ríkjandi valdakerfum, innrættu vinnusiðferði og þeim áhrifum sem það hefur á vinnuna sjálfa. Hópurinn vinnur opið og rannsóknarmiðað með samvinnuformið, skapandi vinnuferla og tengsl verksins við áhorfendur.
White Beauty fer fram á ensku, norsku, finnsku og sænsku.
Lengd: 80 mín.
Aðstandendur sýningarinnar eru:
Verkefna- og framkvæmdastjórar: Tanja Turpeinen & Daniel Klingen Borg.
Flytjendur: Mikko Niemistö, Riikka Niemistö, Sara Guldmyr, Daniel Klingen Borg, Moa Asklöf Prescott, Silja Kauppinen, Tanja Turpeinen.
Sviðshönnun: Silja Kauppinen & Sara Guldmyr.
Ljós: Teo Lanerva.
Listrænir ráðgjafar: Tormod Carlsen & Anni Klein
White Beauty er unnið í samvinnu við Korjaamo Theatre og BIT Teatergarasjen. Verkið er stutt af Art Council Norway, Nordic Culture Fund, Nordic Culture Point, Fritt Ord, Finnish Cultural Foundasion, Uusimaa Regional Fond, Fond For Frilansere, City of Helsinki, c.off í Stokkhólmi, Svíþjóð og af DYNAMO í Óðinsvéum, Danmörku.
White Beauty unnið á lýðræðislegan hátt undir formerkjum samvinnunnar. Innan hópsins fá allar skoðanir hljómgrunn. Það er ekki alltaf auðvelt að vinna saman: Innan hópsins ríkja mismunandi skoðanir á uppsveiflu öfgastefna á Norðurlöndunum, listamennirnir koma úr mismunandi áttum og lögðu í upphafi ferlisins mismunandi hugmyndir í púkk. Í sameiningu vann hópurinn að því að komast að sameiginlegri niðurstöðu og breyta þeim pirringi sem skapaðist í samvinnuferlinu í eldsneyti. Vinnuferlið endurspeglast í White Beauty en samningaviðræður og núningur eru gerð að umfjöllunarefni. Markmið Mellanmjölk Productions er að skapa opnar umræður og birta áhorfendum fleiri sjónarhorn, ekki að siða þá til eða þröngva sínum hugmyndum á hópinn.
Verkið hefur kallað fram sterk viðbrögð, bæði í neikvæðar og jákvæðar áttir. Mellanmjölk Productions tekur allri umræðu fagnandi.
„Þrátt fyrir að vera fyrsta verk Norræna sviðslistahópsins Mellanmjölk Productions er White Beauty áhrifamikið og ögrandi verk. Verkið jafnast á við uppfærslur fagmanna.“ Otto Ekman, Hufvudstadsbladet, Helsinki.
„Það er munur á því að ögra bara til að ögra, og að ögra til að skora á áhorfandann, fá hann til að hugsa og þvinga hann til að taka afstöðu. White Beauty var bara ögrandi á neikvæðan hátt, og meira að segja framkvæmdarstjóri BIT leikhússins í Bergen leit út fyrir að líða örlítið óþægilega þegar nakinn finnskur maður settist í fangið á honum og byrjaði að ræða við hann.“ Ilene Sorbo frá Morgenbladet, Noregi.
„Verkið einkennist af hröðu tempói og sannfærandi orku. Hópurinn á hrós skilið fyrir að þora að glíma við mikilvægt og erfitt málefni. Sem flytjendur hafa þau góð tök á hinni krefjandi, líkamlegu og meira eða minna gjörningamiðuðu uppsetningu.“ Chris Eriksen, scenekunst.no, Noregi