Tónlistarmaðurinn Bjarki Ómarsson gaf á föstudag út lagið San Francisco.
„Lagið er fyrsta útgáfan undir nafninu Bomarz, sem er nýtt og spennandi sóló verkefni sem ég er að vinna í,“ segir Bjarki í samtali við DV, en hann er einnig meðlimur í hljómsveitinni the retro Mutants.
„Verkefnið felst í því að ég er að semja og skapa tónlist með hinum ýmsu listamönnum bæði hérlendis og erlendis.“
Lagið San Francisco vinnur Bjarki í samstarfi með frönsku söngkonunni, Kinnie Lane, sem er að gera tónlist í Los Angeles. Lagið er tekið upp á Íslandi og í Frakklandi og myndbandið í Frakklandi og San Fransisco.
„Við erum ótrúlega stolt af afrakstrinum og höfum hlakkað mikið til að gefa lagið út þar sem við höfum verið tvo mánuði að vinna það.
Kanadíski listamaðurinn Jason Hollens gerði listaverk plötunnar, en hann starfar í Los Angeles.