fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025

Samtal listamanna – Ragnar Kjartansson og Theaster Gates

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 23. ágúst 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listasafn Reykjavíkur og Nasher Sculpture Center kynna samtal listamannanna Ragnars Kjartanssonar og Theaster Gates. Listamennirnir ræða um listsköpun sína í tengslum við gjörninga. Þeir eru báðir þekktir fyrir margbrotin verk þar sem gjörningar eru hluti rýmis- og/eða myndbandsverka eða eru tímabundin inngrip í rými eða samfélag. Samtalið fer fram í kvöld kl. 18.
 
Verk Ragnars Kjartanssonar eru Íslendingum vel kunn og er skemmst að minnast stórrar yfirlitssýningar á verkum hans sem haldin var í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi á síðasta ári.
 
Theaster Gates er, eins og Ragnar, leiðandi í heimi alþjóðlegrar samtímalistar. Hann hefur alla tíð búið í fátækari hluta Chicago. Þar hefur hann beitt sér fyrir verkefnum sem eru eins konar samfélagskúlptúrar og haft umtalsverð áhrif á líf og störf íbúa fátækari hverfa Chicago.
 
Viðburðurinn er hluti af umræðudagskrá Nasher Sculpture Center sem haldin er árlega á ólíkum stöðum í heiminum. Nasher Sculpture Center starfar í Dallas í Bandaríkjunum og veitir árlega hin virtu Nasher-verðlaun. Theaster Gates er handhafi verðlaunanna í ár.
 
Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar leiðir samtalið.
 
Ókeypis aðgangur.
 
Hægt verður að fylgjast með samtalinu í beinni útsendingu á netinu í gegnum Facebook-síðu Nasher Sculpture Center.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu hvað Gary Neville gerði til að reyna að fá leiknum gegn Liverpool frestað

Sjáðu hvað Gary Neville gerði til að reyna að fá leiknum gegn Liverpool frestað
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

,,Skipti engu máli hvað við gerðum, hann var alltaf bestur“

,,Skipti engu máli hvað við gerðum, hann var alltaf bestur“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Stefán Einar hraunar yfir Mannréttindastofnun Íslands – „Ömurlegur, algjörlega tilgangslaus fjáraustur í boði Sjálfstæðisflokksins“

Stefán Einar hraunar yfir Mannréttindastofnun Íslands – „Ömurlegur, algjörlega tilgangslaus fjáraustur í boði Sjálfstæðisflokksins“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Skiptar skoðanir um óhefðbundið ástarlíf blaðamanns Morgunblaðsins – „Svona rugl endar ekki vel“

Skiptar skoðanir um óhefðbundið ástarlíf blaðamanns Morgunblaðsins – „Svona rugl endar ekki vel“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gæti spilað með fyrrum liðsfélaga sínum hjá Manchester United

Gæti spilað með fyrrum liðsfélaga sínum hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Neitar að hafa hringt í vin sinn og beðið hann um að taka við – ,,Langt frá sannleikanum“

Neitar að hafa hringt í vin sinn og beðið hann um að taka við – ,,Langt frá sannleikanum“
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Vinsælasti dagurinn fyrir Íslendinga í leit að ástinni er í dag – „Sturlað“ að gera á stefnumótaforriti

Vinsælasti dagurinn fyrir Íslendinga í leit að ástinni er í dag – „Sturlað“ að gera á stefnumótaforriti