Í myndbandinu hér að neðan flytur tónlistarmaðurinn Rúnar Freyr Rúnarsson lagið „Everyday Dad,“ lag sem hann samdi til barnanna sinna Unnars og Heiðrúnar.
Nýlega fluttu þau til Svíþjóðar þar sem þau verða alla vega næsta árið. „Ég vissi svo sem alveg að það yrði erfitt að kveðja, en hefði aldrei trúað því hvað það myndi hafa mikil áhrif á mig. Elska ykkur Unnar og Heiðrún,“ segir Rúnar Eff.
Rúnar er trúbador búsettur á Akureyri, hefur meðal annars keppt í Söngkeppni sjónvarpsins og í nóvember í fyrra vann Rúnar Eff ásamt hljómsveit sinni til tvennra verðlauna: söngvari ársins og hjómsveit ársins í Texas Sounds International Country Music Awards, sem er tónlistarhátíð með tónlistarfólki héðan og þaðan úr heiminum.
Rúnari Eff má fylgja á Instagram, Snapchat og Twitter undir notandanafninu runareff.