fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025

Lof mér að falla valin á Kvikmyndahátíðina í Toronto

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 14:30

Söguþráður Lof mér að falla er að hluta byggður á dagbókarskrifum Kristínar Gerðu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lof mér að falla hefur verið valin á Kvikmyndahátíðina í Toronto sem fram fer 6.-16.september, en þessi magnaða mynd verður frumsýnd hér á landi 7. september næstkomandi.

Hér gefur að líta stikluna úr kvikmyndinni Lof mér að falla á heimasíðu hátíðarinnar.

Myndin segir frá hinni 15 ára gömlu Magneu en líf hennar umturnast þegar hún kynnist hinni átján ára gömlu Stellu. Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar sem Stella notfærir sér til eigin hagsbóta. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. 12 árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt.

Leikstjóri myndarinnar er Baldvin Z en hann skrifar einnig handrit myndarinnar ásamt Birgi Erni Steinarssyni. Þeir eiga að baki afar giftusamlegt samstarf þegar þeir skrifuðu saman handrit myndarinnar Vonarstrætis, sem Baldvin Z leikstýrði, sem sópaði til sín tólf verðlaunum á Edduverðlaunahátíðinni árið 2015 en tæplega 48 þúsund manns sáu þá mynd í kvikmyndahúsum hér á landi.

Með aðalhlutverk í Lof mér að falla eru leikkonurnar Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir en leikarinn Þorsteinn Bachman fer einnig með stórt hlutverk. Í myndinni fara einnig með hlutverk Sturla Atlason, Edda Björgvinsdóttir og Halldór Halldórsson.

Framleiðendur myndarinnar eru þeir Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson en meðframleiðendur eru Markus Selin og Jukka Helle.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Samanburður eftir gærdaginn – Ungi strákurinn gerði í raun lítið úr Hojlund

Samanburður eftir gærdaginn – Ungi strákurinn gerði í raun lítið úr Hojlund
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fékk óvænta hátíð á vellinum eftir sinn fyrsta leik í Bandaríkjunum

Fékk óvænta hátíð á vellinum eftir sinn fyrsta leik í Bandaríkjunum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leikmenn Fulham fögnuðu rosalega í klefanum á Old Trafford – Sjáðu hvernig þeir skemmtu sér

Leikmenn Fulham fögnuðu rosalega í klefanum á Old Trafford – Sjáðu hvernig þeir skemmtu sér
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gula spjaldið hættir á X-inu

Gula spjaldið hættir á X-inu
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Brynjólfur hét Völu Grand ást sinni með fallegum hring

Brynjólfur hét Völu Grand ást sinni með fallegum hring
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ánægður með að Diljá Mist tapaði

Ánægður með að Diljá Mist tapaði