fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025

Pollapönk lofa góðri skemmtun á Gljúfrasteini fyrir alla

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Strákarnir í Pollapönki munu flytja samansafn af sínum bestu smellum á næstu stofutónleikum Gljúfrasteins, sunnudaginn 12. ágúst. 

Pollapönk var stofnað árið 2006 sem útskriftarverkefni leikskólakennaranna Heiðars Arnar Kristjánssonar og Haralds F. Gíslasonar frá Kennaraháskóla Íslands. Stuttu síðar gengu Arnar Gíslason og Guðni Finnsson til liðs við sveitina, en þeir hafa báðir verið viðloðandi hljómsveitirnar Dr. Spock og Ensími. Heiðar og Haraldur voru meðlimir í hljómsveitinni Botnleðju.

Hljómsveitin hefur frá upphafi lagt áherslu á að skapa tónlist fyrir börn sem fylgt er eftir af sama metnaði og ef um tónlist fyrir fullorðna væri að ræða. Pollapönk lofa góðri skemmtun á Gljúfrasteini fyrir alla. Krakka með hár og kalla með skalla.

Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag til 26. ágúst og hefjast þeir kl. 16. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2. 500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Markalaust jafntefli niðurstaðan gegn sterku liði Noregs

Markalaust jafntefli niðurstaðan gegn sterku liði Noregs
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Földu dóp í björgunarsveitarhúsi

Földu dóp í björgunarsveitarhúsi
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Hagfræðingur Arion banka: Tollarnir hafa neikvæð áhrif á heimshagkerfið og hækka vöruverð í Bandaríkjunum

Hagfræðingur Arion banka: Tollarnir hafa neikvæð áhrif á heimshagkerfið og hækka vöruverð í Bandaríkjunum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leverkusen ætlar að kaupa markvörð City í sumar

Leverkusen ætlar að kaupa markvörð City í sumar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Russell Brand ákærður fyrir nauðgun

Russell Brand ákærður fyrir nauðgun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Allt í steik hjá De Zerbi í Frakklandi – Leikmenn neituðu að æfa því hann mætti ekki

Allt í steik hjá De Zerbi í Frakklandi – Leikmenn neituðu að æfa því hann mætti ekki