Tónlistarparið Hildur Vala Einarsdóttir og Jón Ólafsson halda nokkra tónleika nú í lok sumars og þeir fyrstu eru á fimmtudag í Svarfaðardal.
Hildur Vala vakti fyrst athygli þegar hún sigraði Idol Stjörnuleit árið 2005. Sendi hún frá sér tvær sólóplötur árin 2005 og 2006, en í ár kom sú þriðja, Geimvísindi, út. Platan er sú fyrsta með frumsömdu efni Hildar Völu og hefur hún fengið frábæra dóma gagnrýnenda. Textarnir eru flestir eftir Dag Hjartarson en einnig leggja Hjalti Þorkelsson og Hildur Vala til orð.
Hildur og Jón munu halda sex tónleika núna í ágúst.