Í lok ágúst gefa tónlistarmennirnir Geir Ólafsson og Þórir Baldursson út plötuna Þú ert yndið mitt yngsta og besta.
Platan inniheldur íslensk lög sem hafa átt hug og hjarta Íslendinga í gegnum árin.
„Margir hafa hvatt mig til að gefa út plötu eingöngu með íslenskum lögum,“ segir Geir. „Ég vildi hins vegar gera það með nýjum hætti og söngur og píanó heillaði mig mjög.“
Félagarnir vpru ekki lengi að velja lög á plötuna. „Mörg þessara laga hafa í gegnum tíðina átt stóran þátt í lífi margra og yljað okkur. Ég hef heyrt þau mörgum sinnum og notið þess að heyra frábæra söngvara syngja þau.“
Þórir sá um píanóútsetningar, Vilhjálmur Guðjónsson um hljóðblöndun og upptökur og Finnbogi Kjartansson um uppsetningu og umslag plötunnar.
Þeir sem vilja eignast eintak af plötunni geta sent tölvupóst á geirolafs@gmail.com. Félagarnir stefna síðan á nokkra tónleika á haustdögum.