fbpx
Laugardagur 14.desember 2024

Skepnur eru vitlausar í þetta – Eyþór gefur út bók á afmælisdaginn

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 31. júlí 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Árnason sviðsstjóri Hörpu á afmæli næsta fimmtudag, en þá er hann 64 ára.

„Það er nú ekki svo merkilegt, nema það gerist alltaf á þessum degi ár hvert. En ég ætla að nota tækifærið á afmælisdaginn og senda frá mér ljóðabók,“ segir Eyþór. Ljóðabókin, Skepnur eru vitlausar í þetta, er hans fimmta.

„Þetta eru 64 ljóð, enda verð ég 64 ára svo þetta passar allt,“ segir Eyþór. „Hvað er betra en ljóðabók í svefnpokann um verslunarmannahelgina? Nei, ég segi nú bara svona!“

Eyþór býður í útgáfuhóf í Eymundsson í Austurstræti kl.17 og allir eru velkomnir.

Hamingjudagur er fyrsta ljóð bókarinnar:

Stundum vakna ég hamingjusamur

fullur af krafti

tel dúkatana í skjóðunni

kaupi gaslampa, tvo dróna

og slæ blettinn

Raka saman tíðindum

saxa í föng og

hleð upp lítinn bólstur

 

strengi striga yfir

sting upp góðan hnaus og

skelli ofan á svo vetrarforðinn

fjúki ekki út í buskann

Forðagæslumaðurinn

verður glaður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Hátíð blóðtappanna – Þetta getur þú gert til að minnka líkurnar á blóðtappa

Hátíð blóðtappanna – Þetta getur þú gert til að minnka líkurnar á blóðtappa
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Hver er maðurinn? Handskrift og peningar meðal þess sem fannst á líkinu fyrir 45 árum

Hver er maðurinn? Handskrift og peningar meðal þess sem fannst á líkinu fyrir 45 árum
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni

Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Þrjár ólíkar en áhugaverðar og skemmtilegar bækur fyrir börn og ungmenni

Þrjár ólíkar en áhugaverðar og skemmtilegar bækur fyrir börn og ungmenni
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Á að setja salt í kartöfluvatnið á undan eða eftir kartöflunum?

Á að setja salt í kartöfluvatnið á undan eða eftir kartöflunum?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina