Á næstu stofutónleikum Gljúfrasteins, sunnudaginn 29. júlí, mun Diddú ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur heiðra minningu Auðar Laxness.
Auður Laxness hefði orðið 100 ára í ár og af því tilefni mun Diddú fara með áhorfendur í ferðalag tengdum utanlandsreisum hjónanna á Gljúfrasteini.
Undirleikur verður í höndum Helgu Bryndísar Magnúsdóttur. Á efnisskránni má meðal annars finna sönglög eftir Alabieff, Rossini, Sibelius og J. Kern.
Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag til 26. ágúst og hefjast þeir kl. 16. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2.500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri.
Tónleikar í ágúst eru eftirfarandi:
5. ágúst Vísur og skvísur flytja íslensk og skandinavísk vísnalög þar sem texti og tilfinning mætir hljómþýðum laglínum.
12. ágúst Strákarnir í Pollapönki verða með fjöruga barnaskemmtun.
19. ágúst Bryndís Halla leikur sellósvítur J.S.Bach.
26. ágúst Bjarni Frímann Bjarnason blaðar í nótnasafni Halldórs Laxness og flytur úrval verka á flygil skáldsins.