Hljómsveitin Baggalútur sendi frá sér áríðandi tilkynningu í gær, en tilefnið er nýtt lag sem kemur út á föstudag. Lagið heitir Sorrí með mig og er ákaflega skemmtilegt að sögn meðlima Baggalúts. Við á DV sjáum ekki ástæðu til að draga þá staðhæfingu í efa, enda sveitin þekkt fyrir skemmtileg og grípandi lög.
„Við höfum, undir merkjum aukins gagnsæis, ákveðið að dreifa laginu á nótum í gegnum hinn svokallaða „veraldarvef“. Þannig getur fólk betur áttað sig á verkinu, lært textann og jafnvel raulað laglínuna fyrir munni sér — áður en það hlýðir á það í fyrsta skipti. Með þessu er tryggt að ekkert í boðskap lagsins fari framhjá áheyrendum. Sömuleiðis að ekkert í uppbyggingu lagsins komi á óvart og laglínan stingi ekki í eyru.“
Nóturnar má nálgast hér.
Hér er eitt laga Baggalúts meðan við bíðum eftir því nýja.