Á Vísi í dag var frumsýnt nýtt þjóðhátíðarlag, það þriðja í ár og jafnframt þriðja Þjóðhátíðarlag strákana í FM95BLÖ.
Lagið er gefið út af FM957 og sameina drengirnir í útvarpsþættinum FM95BLÖ krafta sína með Jóhönnu Guðrúnu.
„Ég heyrði svo frábært lag þegar ég var að taka upp Suður-ameríska drauminn og hugmyndin kemur í raun frá því lagi,“ segir Auddi í samtali við Vísi. Strákarnir stíga á svið fyrir flugeldasýninguna á laugardagskvöldinu, og Jóhanna Guðrún kemur fram á sunnudagskvöldinu.
„Það var pælingin að hafa þetta myndband mjög retro og því er útkoman eins og hún er,“ segir Auddi.
Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar, Egill Einarsson og Jóhanna Guðrún eru í aðalhlutverkum. Framleiðslufyrirtækið Kukl sá um upptökur og Fannar Scheving Edwardsson um eftirvinnslu.