fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fókus

The Florida Project: Hugsið um börnin!

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 22. júlí 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oft koma sterkir pakkar í ódýrum umbúðum. Frá leikstjóranum sem tók upp hina frábæru Tangerine á iPhone-símann sinn kemur vönduð og hreinskilin túlkun á fátækt í Bandaríkjunum. The Florida Project segir frá mæðgum í erfiðum aðstæðum og er sagan sögð frá sjónarhorni sex ára stelpu að nafni Moonee.

Áhorfandinn er gerður að flugu á vegg á meðan trúverðugleikinn og tilgerðarleysið tröllríður öllu. Enginn fiðluleikur er til staðar og hvergi melódrama í augsýn. Þvert á móti kemur á óvart hversu hress og fyndin útkoman er, að vísu þangað til blákaldur veruleiki aðstæðna ýtir sögunni í myrkari og átakanlegri áttir.

Úrvinnslan er hins vegar fagleg út í gegn og leikur krakkanna í myndinni er til hreinnar fyrirmyndar. Moonee er æðisleg persóna og einnig vinnur Willem Dafoe virkilega vel úr aukahlutverkinu sem tryggði honum Óskarstilnefningu fyrr á þessu ári. Þegar á botninn er hvolft er hér á ferð frábær mynd sem sýnir að sumir foreldrar læra seint af fyrri aðstæðum og á stórfínan máta er varpað upp spurningum úr hinu daglega lífi: Hvers eiga til dæmis börnin að að gjalda fyrir akvarðanir foreldranna og hvar er línan dregin?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur birti nýja sjálfsmynd sem er „dæmi um konu eins og hún kemur af kúnni“

Ragnhildur birti nýja sjálfsmynd sem er „dæmi um konu eins og hún kemur af kúnni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gísli segist hafa beðið um að fara á staði handan jarðar – Lýsir því og þeim sem hann sá

Gísli segist hafa beðið um að fara á staði handan jarðar – Lýsir því og þeim sem hann sá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“