fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fókus

Hereditary: Yfirnáttúruleg geðveiki

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 20. júlí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hereditary er hrollvekja af gamla skólanum sem auðvelt er að dást að, en erfiðara að elska. Það er mikið gotterí í boði ef viðkomandi kann að meta þrúgandi andrúmsloft, óútreiknanlega framvindu, hægan bruna og hreint rafmagnaðan leik áströlsku leikkonunnar Toni Collette.

Þetta er mynd sem leggur ýmislegt til umræðu um geðklofa, áföll, samskiptaleysi og missi, en með sterku, yfirnáttúrulegu kryddi. Uppsetning sögunnar er meðhöndluð af brakandi ferskleika þótt myndin hitti ekki alltaf í mark í óhugnaðinum. Sá hængur skrifast í rauninni á þvældar „tónasveiflur“ í uppsetningunni.

Leikstjórinn fetar fína línu á milli mátulega truflandi sena og yfirdrifins hamagangs sem vakti upp talsverðan hlátur í sal og þá á röngum stöðum. Aftur á móti má gefa myndinni prik fyrir að í henni eru skoðaðar nýjar nálganir á kunnuglegum efnivið og fyrir meistaralega úthugsaðan stíl. Þetta eru þættirnir sem lyfta heildinni upp úr langdregninni en forvitnilegri setu í flotta hrollvekju sem vert er að kanna. En heilög Helga Möller hvað hún Collette er stórkostleg þarna!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dimmey lýsir óhugnanlegri upplifun: „Fimm mínútum seinna kannaðist ég ekki við neinn í kringum mig“

Dimmey lýsir óhugnanlegri upplifun: „Fimm mínútum seinna kannaðist ég ekki við neinn í kringum mig“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 1 viku

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss